Svanasöngur Jenson Button í Formúlu 1 Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2015 09:18 Jenson Button. Jenson Button sem ekur fyrir McLaren í Formúlu 1 er einn af eldri ökumönnum þar og hefur ekki náð miklum árangri undanfarið þrátt fyrir að hafa hampað titlinum á árum áður. Í japanska kappakstrinum um næstu helgi er búist við því að hann greini frá brotthvarfi sínu úr Formúlu 1 og að það vilji hann gera sjálfur frekar en að honum verði gert að hætta og rýma fyrir sér yngri manni. Fyrir síðasta keppnistímabil varð hann fyrir valinu sem ökumaður McLaren liðsins en margir áttu von á því að Kevin Magnussen yrði ofaná, en McLaren vildi leita stöðugleika með reyndum ökumanni, en nú virðist það fullreynt. Með fyrirsjánalegu brotthvarfi Button kemur sú spurning hvað hann muni taka sér fyrir hendur. Heyrst hefur að hann hafi hug á því að keppa í Le Mans þolaksturskeppninni og samhæfa það vinnu við sjónvarp í þolaksturskeppnum. Hann hefur verið tengdur við Porsche sem ökumaður þar og færi þar í fótspor annarra reyndra Formúlu 1 ökumanna svo sem Mark Webber og Nico Hulkenberg. Einnig hefur heyrst að Button hyggi á feril í rallýkrossi eða Super GT series fyrir Honda. Enn ein tillagan lýtur að starfi við nýja Top Gear þætti við hlið Chris Evans. Líklegasti eftirmaður Button hjá McLaren er enn Daninn Kevin Magnussen en einnig hefur nafn Belgans Stoffel Vandoorne heyrst, en hann er einn af prufuökumönnum McLaren í dag og sigursæll maður í óþekktari aksturskeppnum. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent
Jenson Button sem ekur fyrir McLaren í Formúlu 1 er einn af eldri ökumönnum þar og hefur ekki náð miklum árangri undanfarið þrátt fyrir að hafa hampað titlinum á árum áður. Í japanska kappakstrinum um næstu helgi er búist við því að hann greini frá brotthvarfi sínu úr Formúlu 1 og að það vilji hann gera sjálfur frekar en að honum verði gert að hætta og rýma fyrir sér yngri manni. Fyrir síðasta keppnistímabil varð hann fyrir valinu sem ökumaður McLaren liðsins en margir áttu von á því að Kevin Magnussen yrði ofaná, en McLaren vildi leita stöðugleika með reyndum ökumanni, en nú virðist það fullreynt. Með fyrirsjánalegu brotthvarfi Button kemur sú spurning hvað hann muni taka sér fyrir hendur. Heyrst hefur að hann hafi hug á því að keppa í Le Mans þolaksturskeppninni og samhæfa það vinnu við sjónvarp í þolaksturskeppnum. Hann hefur verið tengdur við Porsche sem ökumaður þar og færi þar í fótspor annarra reyndra Formúlu 1 ökumanna svo sem Mark Webber og Nico Hulkenberg. Einnig hefur heyrst að Button hyggi á feril í rallýkrossi eða Super GT series fyrir Honda. Enn ein tillagan lýtur að starfi við nýja Top Gear þætti við hlið Chris Evans. Líklegasti eftirmaður Button hjá McLaren er enn Daninn Kevin Magnussen en einnig hefur nafn Belgans Stoffel Vandoorne heyrst, en hann er einn af prufuökumönnum McLaren í dag og sigursæll maður í óþekktari aksturskeppnum.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent