Nýr Peugeot í París-Dakar Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2015 12:42 Peugeot 2008 DKR16 ætti að vera fær í flestan sjó í París-Dakar. Þeir gerast vart svakalegri bílarnir í útliti en þeir sem keppa í París-Dakar rallinu og það á við hann þennan. Peugeot ætlar að tefla fram þessum nýja ofurjeppa í næsta París-Dakar ralli sem hefst fljótlega á næsta ári. Peugeot var með í rallinu á þessu ári en náði ekkert sérstökum árangri. Nú á að gera miklu betur með þennan Peugeot 2008 DKR16 bíl sem tekur mikið fram þeim 2008 DKR bíl sem þeir tefldu fram fyrr í ár. Nýi bíllinn er bæði lengri og breiðari, en lægri. Mjög margt er breytt í bílnum og loftflæðið um bílinn tryggir meiri niðurþrýsting og stöðugleika og á þaki bílsins er loftinntak til kælingar vélarinnar. Vélin er víst mun aflmeiri en sú 340 hestafla vél sem var í bíl þeirra síðast. Hún er þó með sama sprengirými, þ.e. 3,0 lítra V6 með tveimur forþjöppum. Líkt og áður er aðeins drif á öðrum öxli bílsins. Felgur bílsins eru úr titanium og Michelin dekkin er min léttari en í forveranum. Peugeot hóf smíði þessa bíls um leið og keppninni lauk á þessu ári og hefur prófað bílinn bæði í keppninni China Silk Road Rally og við æfingar í Marokkó. Peugeot er með marga góða ökumenn í sínum röðum og fer þar fremstur Stéphane Peterhansel, tvöfaldur sigurvegari í World Rally Championship, Carlos Sainz, sigurvegari í Dakar og Cyril Despres sem unnið hefur mótorhjólahluta Dakar 5 sinnum. Það verður spennandi að sjá hvað þessir sigursælu ökumenn geta gert á þessum betrumbætta bíl Peugeot í næsta París-Dakar. Carlos Sainz rótar upp sandinum í Marokkó við æfingar. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Þeir gerast vart svakalegri bílarnir í útliti en þeir sem keppa í París-Dakar rallinu og það á við hann þennan. Peugeot ætlar að tefla fram þessum nýja ofurjeppa í næsta París-Dakar ralli sem hefst fljótlega á næsta ári. Peugeot var með í rallinu á þessu ári en náði ekkert sérstökum árangri. Nú á að gera miklu betur með þennan Peugeot 2008 DKR16 bíl sem tekur mikið fram þeim 2008 DKR bíl sem þeir tefldu fram fyrr í ár. Nýi bíllinn er bæði lengri og breiðari, en lægri. Mjög margt er breytt í bílnum og loftflæðið um bílinn tryggir meiri niðurþrýsting og stöðugleika og á þaki bílsins er loftinntak til kælingar vélarinnar. Vélin er víst mun aflmeiri en sú 340 hestafla vél sem var í bíl þeirra síðast. Hún er þó með sama sprengirými, þ.e. 3,0 lítra V6 með tveimur forþjöppum. Líkt og áður er aðeins drif á öðrum öxli bílsins. Felgur bílsins eru úr titanium og Michelin dekkin er min léttari en í forveranum. Peugeot hóf smíði þessa bíls um leið og keppninni lauk á þessu ári og hefur prófað bílinn bæði í keppninni China Silk Road Rally og við æfingar í Marokkó. Peugeot er með marga góða ökumenn í sínum röðum og fer þar fremstur Stéphane Peterhansel, tvöfaldur sigurvegari í World Rally Championship, Carlos Sainz, sigurvegari í Dakar og Cyril Despres sem unnið hefur mótorhjólahluta Dakar 5 sinnum. Það verður spennandi að sjá hvað þessir sigursælu ökumenn geta gert á þessum betrumbætta bíl Peugeot í næsta París-Dakar. Carlos Sainz rótar upp sandinum í Marokkó við æfingar.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent