Brotthvarf forstjóra Volkswagen staðfest Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2015 15:30 Winterkorn er farinn úr stóli forstjóra Volkswagen. Nú hefur verið staðfest að Martin Winterkorn hefur stigið úr stóli forstjóra Volkswagewn eftir að upp komst um dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur fram að þessu neitað þeim fréttum sem birtust í gær og fyrradag um brotthvarf Winterkorn úr forstjórastóli. Í dag var hinsvegar haldinn stjórnarfundur hjá Volkswagen og annaðhvort hefur Winterkorn þar sagt af sér eða honum verið gert að gera það af stjórn fyrirtækisins. Fyrstu viðbrögð Winterkorn eftir að upp komst um svindlið bentu til þess að hann hafi ekki vitað um svindlið, en þá má spyrja sig hvort sé betra að hann hafi vitað um það eða að hann sem forstjóri fyrirtækisins hafi ekki vitað um það. Bæði líklega nóg til þess að honum sé ekki stætt á veru í forstjórastólnum. Ekki er ljóst enn hver tekur við af Winterkorn en líklegt þykir að það verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent
Nú hefur verið staðfest að Martin Winterkorn hefur stigið úr stóli forstjóra Volkswagewn eftir að upp komst um dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur fram að þessu neitað þeim fréttum sem birtust í gær og fyrradag um brotthvarf Winterkorn úr forstjórastóli. Í dag var hinsvegar haldinn stjórnarfundur hjá Volkswagen og annaðhvort hefur Winterkorn þar sagt af sér eða honum verið gert að gera það af stjórn fyrirtækisins. Fyrstu viðbrögð Winterkorn eftir að upp komst um svindlið bentu til þess að hann hafi ekki vitað um svindlið, en þá má spyrja sig hvort sé betra að hann hafi vitað um það eða að hann sem forstjóri fyrirtækisins hafi ekki vitað um það. Bæði líklega nóg til þess að honum sé ekki stætt á veru í forstjórastólnum. Ekki er ljóst enn hver tekur við af Winterkorn en líklegt þykir að það verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent