Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 14:06 Volkswagen bílar fyrir utan verksmiðju Volkswagen í Chattanooga í Bandaríkjunum. Eigendur þeirra Volkswagen og Audi dísilbíla í Bandaríkjunum sem eru með svindlhugbúnaði undirbúa nú hópmálsókn gegn Volkswagen og nú þegar hafa verið lagðar fram þrjár ákærur af þekktri lögmannsstofu og sú fjórða er á leiðinni. Eigendur þessara bíla þykjast sviknir og óttast að bílar þeirra hafi fallið hressilega í verði. Einnig segjast þeir sviknir af Volkswagen þar sem þeir keyptu þessa bíla í þeim ágæta ásetningi að eignast lítið mengandi, sparsama en samt öfluga bíla eins og auglýst var af Volkswagen. Því er Volkswagen nú ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. Kaupendur þessara bíla segja að þeir hafi eytt mörgum þúsundum dollar meira fyrir þessa bíla en sambærilega bensínbíla í því augnamiði að aka um á umhverfisvænum bílum sem bæði eyða og menga lítið. Annað hafi komið í ljós. Einn lögmaður þeirra lögmannsstofu sem leggur fram ákærurnar á hendur Volkswagen sagði: “Volkswagen svindlaði og fullyrðing Volkswagen að TDI-dísilvélalína þeirra væri aflmikil og í leiðinni einstaklega umhverfisvæn. Það var eiginlega of gott til að vera satt og það kom svo í ljós.” Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent
Eigendur þeirra Volkswagen og Audi dísilbíla í Bandaríkjunum sem eru með svindlhugbúnaði undirbúa nú hópmálsókn gegn Volkswagen og nú þegar hafa verið lagðar fram þrjár ákærur af þekktri lögmannsstofu og sú fjórða er á leiðinni. Eigendur þessara bíla þykjast sviknir og óttast að bílar þeirra hafi fallið hressilega í verði. Einnig segjast þeir sviknir af Volkswagen þar sem þeir keyptu þessa bíla í þeim ágæta ásetningi að eignast lítið mengandi, sparsama en samt öfluga bíla eins og auglýst var af Volkswagen. Því er Volkswagen nú ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. Kaupendur þessara bíla segja að þeir hafi eytt mörgum þúsundum dollar meira fyrir þessa bíla en sambærilega bensínbíla í því augnamiði að aka um á umhverfisvænum bílum sem bæði eyða og menga lítið. Annað hafi komið í ljós. Einn lögmaður þeirra lögmannsstofu sem leggur fram ákærurnar á hendur Volkswagen sagði: “Volkswagen svindlaði og fullyrðing Volkswagen að TDI-dísilvélalína þeirra væri aflmikil og í leiðinni einstaklega umhverfisvæn. Það var eiginlega of gott til að vera satt og það kom svo í ljós.”
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent