Jafnvægi í kynlöngun tveggja einstaklinga Sigga Dögg og kynfræðingur skrifa 25. september 2015 11:00 visir/getty Ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í nokkur ár. Hann langar að stunda kynlíf oftar en mig. En kynlífslöngun mín sveiflast svolítið. Ég er búin að útskýra eftir minni bestu getu að þetta sé eðlilegt af minni hálfu, að einstaklingar séu mismunandi og sumir vilja yfirhöfuð ekki stunda kynlíf. Geturðu útskýrt þetta, að sumir vilja stunda kynlíf oftar en aðrir, og aðrir í færri skipti eða aldrei, og að það sé alveg fullkomlega eðlilegt ?SVAR Siggu Daggar: Eitt algengasta ágreiningsefni para þegar kemur að kynlífi er tíðni. Kynlöngun er háð mörgum breytum eins og líðan, hormónum, álagi, streitu, gæðum sambands og dagsformi og líkt og með andlega líðan þá sveiflast hún. Það geta komið tímabil þar sem kynlöngun dettur alveg niður og hjá sumum einstaklingum er hún aldrei raunverulega til staðar á þann hátt að viðkomandi langi að stunda kynlíf með annarri manneskju. Það má nefnilega alveg ekki langa í kynlíf. Mig grunar samt að skilgreiningin á kynlífi hái mörgum gagnkynhneigðum pörum sem einskorða kynlíf við samfarir lims í leggöng í stað þess að líta á kynlíf frekar út frá keleríi, eða það sem oft kallast forleikur. Kynlíf í sambandi hefur það hlutverk að rækta nánd og draga par nær hvort öðru. Því getur fylgt kynferðisleg ánægja og fullnæging sem svo styrkir enn þessa nánd. Út frá umræðu um kynlíf, sem svo er styrkt með handriti margra klámmynda, þá er eins og öll kynferðisleg snerting verði að enda með samförum. Aðeins þá sé hinu sanna markmiði náð. Ég held að ef við förum að tala um kynlíf á annan hátt og nálgast það út frá fleiri þáttum en bara samförum lims í leggöng þá slaknar á kröfum um kynlíf og ósamræmi í kynlöngun. Það gæti því verið gagnlegt að fá skilgreiningu hjá kærastanum hvað kynlíf sé raunverulega fyrir honum. Er það langur sleikur uppi í rúmi? Eru það smá strokur yfir kynfærin? Eða jafnvel bara smá kynferðislegt tal hvort við annað? Þarf kynlíf alltaf að enda í fullnægingu og þá fyrir bara hann eða ykkur bæði? Þegar pressunni af kynferðislegri frammistöðu og væntingum er létt og skilgreiningin gerð fjölbreyttari þá verður auðveldara og aðgengilegra að rækta nándina. Hjá flestum er það markmið kynlífsins að eiga nána stund með makanum, ekki eingöngu að fá útrás fyrir gremju og fullnægingu. Það er vel hægt að ná því markmiði á skömmum tíma í sjálfsfróun með sleipiefni. Það er mikilvægt fyrir ykkar samband að finna lendingu sem þið bæði eruð sátt við í þessu máli því þegar kynlíf verður að vandamáli þá verður það oft að stóru vandamáli innan sambandsins. Það fer svo að hafa áhrif á samskipti ykkar og gæti farið að grafa undan ykkur. Talið saman og stillið saman strengi ykkar svo bæði séu ánægð. Heilsa Tengdar fréttir Fullnæging í ræktinni Hér er komin hvatinn fyrir ræktinni sem þú hefur leitað að 9. september 2015 11:00 Hágæða munnmök? Þessi ráð eiga að tryggja hámarksunað í munnmökum við lim 23. september 2015 11:00 Að kveikja á kynlífi Ég tek utan um hann, kyssi hann blíðlega, klíp aðeins í typpið hans, nudda smá punginn og býð honum góða nótt. 11. september 2015 11:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í nokkur ár. Hann langar að stunda kynlíf oftar en mig. En kynlífslöngun mín sveiflast svolítið. Ég er búin að útskýra eftir minni bestu getu að þetta sé eðlilegt af minni hálfu, að einstaklingar séu mismunandi og sumir vilja yfirhöfuð ekki stunda kynlíf. Geturðu útskýrt þetta, að sumir vilja stunda kynlíf oftar en aðrir, og aðrir í færri skipti eða aldrei, og að það sé alveg fullkomlega eðlilegt ?SVAR Siggu Daggar: Eitt algengasta ágreiningsefni para þegar kemur að kynlífi er tíðni. Kynlöngun er háð mörgum breytum eins og líðan, hormónum, álagi, streitu, gæðum sambands og dagsformi og líkt og með andlega líðan þá sveiflast hún. Það geta komið tímabil þar sem kynlöngun dettur alveg niður og hjá sumum einstaklingum er hún aldrei raunverulega til staðar á þann hátt að viðkomandi langi að stunda kynlíf með annarri manneskju. Það má nefnilega alveg ekki langa í kynlíf. Mig grunar samt að skilgreiningin á kynlífi hái mörgum gagnkynhneigðum pörum sem einskorða kynlíf við samfarir lims í leggöng í stað þess að líta á kynlíf frekar út frá keleríi, eða það sem oft kallast forleikur. Kynlíf í sambandi hefur það hlutverk að rækta nánd og draga par nær hvort öðru. Því getur fylgt kynferðisleg ánægja og fullnæging sem svo styrkir enn þessa nánd. Út frá umræðu um kynlíf, sem svo er styrkt með handriti margra klámmynda, þá er eins og öll kynferðisleg snerting verði að enda með samförum. Aðeins þá sé hinu sanna markmiði náð. Ég held að ef við förum að tala um kynlíf á annan hátt og nálgast það út frá fleiri þáttum en bara samförum lims í leggöng þá slaknar á kröfum um kynlíf og ósamræmi í kynlöngun. Það gæti því verið gagnlegt að fá skilgreiningu hjá kærastanum hvað kynlíf sé raunverulega fyrir honum. Er það langur sleikur uppi í rúmi? Eru það smá strokur yfir kynfærin? Eða jafnvel bara smá kynferðislegt tal hvort við annað? Þarf kynlíf alltaf að enda í fullnægingu og þá fyrir bara hann eða ykkur bæði? Þegar pressunni af kynferðislegri frammistöðu og væntingum er létt og skilgreiningin gerð fjölbreyttari þá verður auðveldara og aðgengilegra að rækta nándina. Hjá flestum er það markmið kynlífsins að eiga nána stund með makanum, ekki eingöngu að fá útrás fyrir gremju og fullnægingu. Það er vel hægt að ná því markmiði á skömmum tíma í sjálfsfróun með sleipiefni. Það er mikilvægt fyrir ykkar samband að finna lendingu sem þið bæði eruð sátt við í þessu máli því þegar kynlíf verður að vandamáli þá verður það oft að stóru vandamáli innan sambandsins. Það fer svo að hafa áhrif á samskipti ykkar og gæti farið að grafa undan ykkur. Talið saman og stillið saman strengi ykkar svo bæði séu ánægð.
Heilsa Tengdar fréttir Fullnæging í ræktinni Hér er komin hvatinn fyrir ræktinni sem þú hefur leitað að 9. september 2015 11:00 Hágæða munnmök? Þessi ráð eiga að tryggja hámarksunað í munnmökum við lim 23. september 2015 11:00 Að kveikja á kynlífi Ég tek utan um hann, kyssi hann blíðlega, klíp aðeins í typpið hans, nudda smá punginn og býð honum góða nótt. 11. september 2015 11:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Fullnæging í ræktinni Hér er komin hvatinn fyrir ræktinni sem þú hefur leitað að 9. september 2015 11:00
Að kveikja á kynlífi Ég tek utan um hann, kyssi hann blíðlega, klíp aðeins í typpið hans, nudda smá punginn og býð honum góða nótt. 11. september 2015 11:00