Nico Rosberg á ráspól í Japan Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. september 2015 06:48 Nico Rosberg náði ráspól í Japan í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. Mercedes liðið var aftur á toppnum. Martraðirnar virðast hafa verið bundnar við Sinpapúr brautina og mjúku dekkin sem þar voru í boði. Í Japan eru hörð og meðal hörð dekk notuð. Ökumaður á ráspól hefur unnið keppnina í 12 tilfellum af síðustu 26. Það er nóg af stöðum á Suzuka til að taka fram úr. Gulum flöggum var veifað undir lok fyrstu lotu vegna Toro Rosso bíls Max Verstappen sem nam staðar á brautinni. Hann missti afl og gat ekkert gert til að reyna að lífga bílinn við. Manor og Sauber liðin duttu út í fyrstu lotu ásamt Jenson Button á McLaren. „Við verðum að vera með öll grunnatriði á hreinu, við höfum ekki efni á öðru,“ sagði Button á leiðinni inn á þjónustusvæðið. Hann hafði ekki fengið upplýsingar um hvaða stillingu hann átti að setja vélina á.Daniil Kvyat slapp ómeiddur úr dramatísku atviki undir lok þriðju lotu.Vísir/GettyÖnnur lota var viðburðalítil. Fernando Alonso á McLaren, Pastor Maldonado á Lotus, Carlos Sainz á Toro Rosso og Nico Hulkenberg á Force India, duttu út í annarri lotu. Verstappen tók ekki þátt enda komst bíllinn hans ekki undir eigin afli á þjónustusvæðið í fyrstu lotu. HUlkenberg færist aftur um þrjú sæti á ráslínu í refsiskyni fyrir árekstur við Felipe Massa síðustu helgi. Hulkenberg mun því ræsa 14. á morgun. Baráttan um ráspól í þriðju lotu var engra annarra en Mercedes manna. Rosberg hafði verið fljótastur í annarri lotu en Hamilton í þeirri fyrstu. Vandræðin í Singapúr voru augljóslega skilin eftir á flugvellinum þar.Daniil Kvyat lenti í ógnvænlegu atviki þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af lotunni. Hann fór aðeins út á grasið og missti algjörlega stjórn á bílnum. Afleiðingar þess voru að fyrri tilraun í þriðju lotu réði úrslitum um ráspól. Rosberg var 0,076 á undan Hamilton sem gerði smá mistök í sinni fyrstu tilraun.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar, þau uppfærast eftir því sem líður á. Formúla Tengdar fréttir Faðir Bianchi: Það er of erfitt fyrir mig að horfa á Formúluna Á laugardaginn verður eitt ár síðan hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lést á Suzuka-brautinni í japan. 24. september 2015 09:00 Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59 Button íhugar að hætta eftir keppnistímabilið Breski ökuþórinn Jenson Button mun tilkynna eftir japanska kappaksturinn að hann muni ekki taka þátt á næsta tímabili eftir 16 tímabil í Formúlunni. 23. september 2015 12:30 Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. Mercedes liðið var aftur á toppnum. Martraðirnar virðast hafa verið bundnar við Sinpapúr brautina og mjúku dekkin sem þar voru í boði. Í Japan eru hörð og meðal hörð dekk notuð. Ökumaður á ráspól hefur unnið keppnina í 12 tilfellum af síðustu 26. Það er nóg af stöðum á Suzuka til að taka fram úr. Gulum flöggum var veifað undir lok fyrstu lotu vegna Toro Rosso bíls Max Verstappen sem nam staðar á brautinni. Hann missti afl og gat ekkert gert til að reyna að lífga bílinn við. Manor og Sauber liðin duttu út í fyrstu lotu ásamt Jenson Button á McLaren. „Við verðum að vera með öll grunnatriði á hreinu, við höfum ekki efni á öðru,“ sagði Button á leiðinni inn á þjónustusvæðið. Hann hafði ekki fengið upplýsingar um hvaða stillingu hann átti að setja vélina á.Daniil Kvyat slapp ómeiddur úr dramatísku atviki undir lok þriðju lotu.Vísir/GettyÖnnur lota var viðburðalítil. Fernando Alonso á McLaren, Pastor Maldonado á Lotus, Carlos Sainz á Toro Rosso og Nico Hulkenberg á Force India, duttu út í annarri lotu. Verstappen tók ekki þátt enda komst bíllinn hans ekki undir eigin afli á þjónustusvæðið í fyrstu lotu. HUlkenberg færist aftur um þrjú sæti á ráslínu í refsiskyni fyrir árekstur við Felipe Massa síðustu helgi. Hulkenberg mun því ræsa 14. á morgun. Baráttan um ráspól í þriðju lotu var engra annarra en Mercedes manna. Rosberg hafði verið fljótastur í annarri lotu en Hamilton í þeirri fyrstu. Vandræðin í Singapúr voru augljóslega skilin eftir á flugvellinum þar.Daniil Kvyat lenti í ógnvænlegu atviki þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af lotunni. Hann fór aðeins út á grasið og missti algjörlega stjórn á bílnum. Afleiðingar þess voru að fyrri tilraun í þriðju lotu réði úrslitum um ráspól. Rosberg var 0,076 á undan Hamilton sem gerði smá mistök í sinni fyrstu tilraun.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar, þau uppfærast eftir því sem líður á.
Formúla Tengdar fréttir Faðir Bianchi: Það er of erfitt fyrir mig að horfa á Formúluna Á laugardaginn verður eitt ár síðan hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lést á Suzuka-brautinni í japan. 24. september 2015 09:00 Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59 Button íhugar að hætta eftir keppnistímabilið Breski ökuþórinn Jenson Button mun tilkynna eftir japanska kappaksturinn að hann muni ekki taka þátt á næsta tímabili eftir 16 tímabil í Formúlunni. 23. september 2015 12:30 Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Faðir Bianchi: Það er of erfitt fyrir mig að horfa á Formúluna Á laugardaginn verður eitt ár síðan hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lést á Suzuka-brautinni í japan. 24. september 2015 09:00
Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59
Button íhugar að hætta eftir keppnistímabilið Breski ökuþórinn Jenson Button mun tilkynna eftir japanska kappaksturinn að hann muni ekki taka þátt á næsta tímabili eftir 16 tímabil í Formúlunni. 23. september 2015 12:30
Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15
Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15