Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 28. september 2015 08:46 Lúðvík Marínó með flotta morgunveiði af fjallinu í Langá Mynd: KL Langá á Mýrum hefur átt feykilega gott veiðisumar eins og svo margar ár á landinu en í ár var fyrsta árið þar sem hún var aðeins veidd á flugu. Það er alveg óhætt að fullyrða að ef maðkveiðin hefði verið leyfið hefði heildartalan úr ánni farið vel yfir 3.000 laxa því hún er ennþá pökkuð af laxi á flestum þekktu veiðistöðunum. Ákvörðunin um að taka maðkinn upp hefur verið vel tekið og dró það nýja veiðimenn í ánna sem vilja ekki veiða samhliða maðkinum. Árnefnd Langár lauk veiðum um helgina og landaði hollið 69 löxum á hinar ýmsu flugur. Heildartalan í Langá er komin yfir 2.600 laxa og er þetta því orðið þriðja besta árið í ánni frá upphafi. Mikil eftirspurn er eftir leyfum í ánna fyrir komandi tímabil en hún er sem stendur í forúthlutunarferli hjá SVFR. Heilt yfir er mun meiri sala á leyfum samkvæmt veiðileyfasölum fyrir næsta ár og hefur þetta góða sumar sem nú er að ljúka dregið marga erlenda veiðimenn aftur til landsins. Þetta á sérstaklega við um breska veiðimenn sem dæmi sem komu margir hverjir með skömmum fyrirvara til Íslands í sumar eftir að veiðin í helstu ánum á Bretlandseyjum brást algjörlega þetta árið. Mest lesið Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði
Langá á Mýrum hefur átt feykilega gott veiðisumar eins og svo margar ár á landinu en í ár var fyrsta árið þar sem hún var aðeins veidd á flugu. Það er alveg óhætt að fullyrða að ef maðkveiðin hefði verið leyfið hefði heildartalan úr ánni farið vel yfir 3.000 laxa því hún er ennþá pökkuð af laxi á flestum þekktu veiðistöðunum. Ákvörðunin um að taka maðkinn upp hefur verið vel tekið og dró það nýja veiðimenn í ánna sem vilja ekki veiða samhliða maðkinum. Árnefnd Langár lauk veiðum um helgina og landaði hollið 69 löxum á hinar ýmsu flugur. Heildartalan í Langá er komin yfir 2.600 laxa og er þetta því orðið þriðja besta árið í ánni frá upphafi. Mikil eftirspurn er eftir leyfum í ánna fyrir komandi tímabil en hún er sem stendur í forúthlutunarferli hjá SVFR. Heilt yfir er mun meiri sala á leyfum samkvæmt veiðileyfasölum fyrir næsta ár og hefur þetta góða sumar sem nú er að ljúka dregið marga erlenda veiðimenn aftur til landsins. Þetta á sérstaklega við um breska veiðimenn sem dæmi sem komu margir hverjir með skömmum fyrirvara til Íslands í sumar eftir að veiðin í helstu ánum á Bretlandseyjum brást algjörlega þetta árið.
Mest lesið Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði