Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 28. september 2015 08:46 Lúðvík Marínó með flotta morgunveiði af fjallinu í Langá Mynd: KL Langá á Mýrum hefur átt feykilega gott veiðisumar eins og svo margar ár á landinu en í ár var fyrsta árið þar sem hún var aðeins veidd á flugu. Það er alveg óhætt að fullyrða að ef maðkveiðin hefði verið leyfið hefði heildartalan úr ánni farið vel yfir 3.000 laxa því hún er ennþá pökkuð af laxi á flestum þekktu veiðistöðunum. Ákvörðunin um að taka maðkinn upp hefur verið vel tekið og dró það nýja veiðimenn í ánna sem vilja ekki veiða samhliða maðkinum. Árnefnd Langár lauk veiðum um helgina og landaði hollið 69 löxum á hinar ýmsu flugur. Heildartalan í Langá er komin yfir 2.600 laxa og er þetta því orðið þriðja besta árið í ánni frá upphafi. Mikil eftirspurn er eftir leyfum í ánna fyrir komandi tímabil en hún er sem stendur í forúthlutunarferli hjá SVFR. Heilt yfir er mun meiri sala á leyfum samkvæmt veiðileyfasölum fyrir næsta ár og hefur þetta góða sumar sem nú er að ljúka dregið marga erlenda veiðimenn aftur til landsins. Þetta á sérstaklega við um breska veiðimenn sem dæmi sem komu margir hverjir með skömmum fyrirvara til Íslands í sumar eftir að veiðin í helstu ánum á Bretlandseyjum brást algjörlega þetta árið. Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði 540 fiskar á land á sjö dögum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði
Langá á Mýrum hefur átt feykilega gott veiðisumar eins og svo margar ár á landinu en í ár var fyrsta árið þar sem hún var aðeins veidd á flugu. Það er alveg óhætt að fullyrða að ef maðkveiðin hefði verið leyfið hefði heildartalan úr ánni farið vel yfir 3.000 laxa því hún er ennþá pökkuð af laxi á flestum þekktu veiðistöðunum. Ákvörðunin um að taka maðkinn upp hefur verið vel tekið og dró það nýja veiðimenn í ánna sem vilja ekki veiða samhliða maðkinum. Árnefnd Langár lauk veiðum um helgina og landaði hollið 69 löxum á hinar ýmsu flugur. Heildartalan í Langá er komin yfir 2.600 laxa og er þetta því orðið þriðja besta árið í ánni frá upphafi. Mikil eftirspurn er eftir leyfum í ánna fyrir komandi tímabil en hún er sem stendur í forúthlutunarferli hjá SVFR. Heilt yfir er mun meiri sala á leyfum samkvæmt veiðileyfasölum fyrir næsta ár og hefur þetta góða sumar sem nú er að ljúka dregið marga erlenda veiðimenn aftur til landsins. Þetta á sérstaklega við um breska veiðimenn sem dæmi sem komu margir hverjir með skömmum fyrirvara til Íslands í sumar eftir að veiðin í helstu ánum á Bretlandseyjum brást algjörlega þetta árið.
Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði 540 fiskar á land á sjö dögum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði