Svindl Volkswagen aðeins hluti af víðtæku svindli bílaframleiðenda Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2015 11:43 Bíll mengunarmældur. Nýir evrópskir bílar menga að meðaltali 40% meira en uppgefið er og því er um mun víðtækara svindl að ræða en einungis hjá Volkswagen. Þetta kemur fram í skýrslu Transport & Environment (T&E) sem vinnur náið með Evrópusambandinu varðandi mengunarmælingar á bílum. Þessar tölur frá T&E sanna ekki að fleiri bílaframleiðendur en Volkswagen noti svindlhugbúnað til að villa um fyrir yfirvöldum og almenningi. En sá mikli munur sem er á mælingum þessara bíla og uppgefinni mengun þeirra, bæði hvað varðar koltvísýring og nituroxíð, gerir það að verkum að rannsaka þarf hvað veldur þessum mikla mun. Mælingar T&E á nokkrum nýjum bílum, meðal annars frá Mercedes Benz, BMW og PSA/Peugeot-Citroën sýndu 50% meiri eyðslu og mengun en uppgefin var hjá framleiðendunum. T&E hefur bent á í fyrri skýrslum að bílaframleiðendur hafi í eigin mælingum beytt miklum brögðum og meðal annars minnkað vindmótsstöðu bíla sinna með því að líma fyrir bil á milli hurða, breytt bæði undirlagi og dekkjum við prófanir til að tryggja sem minnst viðnám og aðlagað hitastig að bestu hugsanlegu niðurstöðu. Þessar aðferðir bílaframleiðendanna hefði verið liðnar af yfirvöldum, en nú væri ef til vill ástæða til að færa þessar mælingar til óháðra aðila. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent
Nýir evrópskir bílar menga að meðaltali 40% meira en uppgefið er og því er um mun víðtækara svindl að ræða en einungis hjá Volkswagen. Þetta kemur fram í skýrslu Transport & Environment (T&E) sem vinnur náið með Evrópusambandinu varðandi mengunarmælingar á bílum. Þessar tölur frá T&E sanna ekki að fleiri bílaframleiðendur en Volkswagen noti svindlhugbúnað til að villa um fyrir yfirvöldum og almenningi. En sá mikli munur sem er á mælingum þessara bíla og uppgefinni mengun þeirra, bæði hvað varðar koltvísýring og nituroxíð, gerir það að verkum að rannsaka þarf hvað veldur þessum mikla mun. Mælingar T&E á nokkrum nýjum bílum, meðal annars frá Mercedes Benz, BMW og PSA/Peugeot-Citroën sýndu 50% meiri eyðslu og mengun en uppgefin var hjá framleiðendunum. T&E hefur bent á í fyrri skýrslum að bílaframleiðendur hafi í eigin mælingum beytt miklum brögðum og meðal annars minnkað vindmótsstöðu bíla sinna með því að líma fyrir bil á milli hurða, breytt bæði undirlagi og dekkjum við prófanir til að tryggja sem minnst viðnám og aðlagað hitastig að bestu hugsanlegu niðurstöðu. Þessar aðferðir bílaframleiðendanna hefði verið liðnar af yfirvöldum, en nú væri ef til vill ástæða til að færa þessar mælingar til óháðra aðila.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent