Næsta kynslóð Volvo S60 smíðuð í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 10:52 Volvo S60. Volvo er sænskur bílaframleiðandi sem er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, en næsta kynslóð Volvo S60 verður smíðaður í S-Karolínufylki. Þar er Volvo að reisa verksmiðju sem mun geta framleitt 100.000 bíla á ári og verður öll heimsframleiðsla Volvo S60 bílsins smíðuð þar og hvergi annarsstaðar. Verksmiðjan verður tilbúin árið 2018 og fyrstu S60 bílarnir munu streyma frá verksmiðjunni það ár, en einnig aðrar bílgerðir Volvo fyrir Bandaríkjamarkað. Í verksmiðjunni munu starfa 2.000 manns við ræsingu hennar en starfsmannafjöldinn mun síðar ná 4.000 með tímanum. Afleidd störf ásamt starfmannafjöldanum í verksmiðjunni mun telja 8.000 manns þegar verksmiðjan verður komin í full afköst. Með þessari nýju verksmiðju Volvo í Bandaríkjunum ætlar fyrirtækið að hasla sér frekari völl vestanhafs og komast nær þessum stóra bílamarkaði sem þar er. Sala bíla er þar með miklum blóma og kaupendur þar eru móttækilegir fyrir lúxusbílum, en Volvo bílar falla einmitt undir þá skilgreiningu. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent
Volvo er sænskur bílaframleiðandi sem er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, en næsta kynslóð Volvo S60 verður smíðaður í S-Karolínufylki. Þar er Volvo að reisa verksmiðju sem mun geta framleitt 100.000 bíla á ári og verður öll heimsframleiðsla Volvo S60 bílsins smíðuð þar og hvergi annarsstaðar. Verksmiðjan verður tilbúin árið 2018 og fyrstu S60 bílarnir munu streyma frá verksmiðjunni það ár, en einnig aðrar bílgerðir Volvo fyrir Bandaríkjamarkað. Í verksmiðjunni munu starfa 2.000 manns við ræsingu hennar en starfsmannafjöldinn mun síðar ná 4.000 með tímanum. Afleidd störf ásamt starfmannafjöldanum í verksmiðjunni mun telja 8.000 manns þegar verksmiðjan verður komin í full afköst. Með þessari nýju verksmiðju Volvo í Bandaríkjunum ætlar fyrirtækið að hasla sér frekari völl vestanhafs og komast nær þessum stóra bílamarkaði sem þar er. Sala bíla er þar með miklum blóma og kaupendur þar eru móttækilegir fyrir lúxusbílum, en Volvo bílar falla einmitt undir þá skilgreiningu.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent