25 ára og metinn á 270 milljarða Bjarki Ármannsson skrifar 29. september 2015 23:06 Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat. Vísir/AP Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat, er yngsti maðurinn á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólkið í Bandaríkjunum. Spiegel er aðeins 25 ára en er metinn á 2.1 milljarð bandaríkjadala, eða um 268 milljarða íslenskra króna. Spiegel stofnaði Snapchat árið 2011 ásamt félaga sínum Bobby Murphy og er í dag framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þeir Murphy kynntust við nám í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum þar sem Spiegel lagði stund á nám í vöruhönnun. Uppgangur Snapchat hefur verið nokkuð ótrúlegur. Tveimur árum eftir að þeir Spiegel og Murpy kynntu forritið til sögunnar undir nýju nafni (áður hét það Picaboo) höfnuðu þeir tilboði Facebook, sem vildi kaupa það á rúma 380 milljarða íslenskra króna. Enda er forritið, sem gerir notendum kleift að deila myndefni með vinum sínum í takmarkaðan tíma, orðið gífurlega vinsælt. Nærri hundrað milljónir manna nota það dag hvern og um sextíu prósent bandarískra snjallsímanotenda á aldrinum þrettán til 34 ára eru með það í símanum. Forbes metur fyrirtækið á um tvær billjónir íslenskra króna og telur að Spiegel eigi sjálfur um þrettán prósenta hlut í fyrirtækinu. Tengdar fréttir Þetta er ríkasta fólk Bandaríkjanna Engin kona er á lista yfir 10 ríkustu Bandaríkjamennina. 29. september 2015 16:37 Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat, er yngsti maðurinn á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólkið í Bandaríkjunum. Spiegel er aðeins 25 ára en er metinn á 2.1 milljarð bandaríkjadala, eða um 268 milljarða íslenskra króna. Spiegel stofnaði Snapchat árið 2011 ásamt félaga sínum Bobby Murphy og er í dag framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þeir Murphy kynntust við nám í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum þar sem Spiegel lagði stund á nám í vöruhönnun. Uppgangur Snapchat hefur verið nokkuð ótrúlegur. Tveimur árum eftir að þeir Spiegel og Murpy kynntu forritið til sögunnar undir nýju nafni (áður hét það Picaboo) höfnuðu þeir tilboði Facebook, sem vildi kaupa það á rúma 380 milljarða íslenskra króna. Enda er forritið, sem gerir notendum kleift að deila myndefni með vinum sínum í takmarkaðan tíma, orðið gífurlega vinsælt. Nærri hundrað milljónir manna nota það dag hvern og um sextíu prósent bandarískra snjallsímanotenda á aldrinum þrettán til 34 ára eru með það í símanum. Forbes metur fyrirtækið á um tvær billjónir íslenskra króna og telur að Spiegel eigi sjálfur um þrettán prósenta hlut í fyrirtækinu.
Tengdar fréttir Þetta er ríkasta fólk Bandaríkjanna Engin kona er á lista yfir 10 ríkustu Bandaríkjamennina. 29. september 2015 16:37 Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þetta er ríkasta fólk Bandaríkjanna Engin kona er á lista yfir 10 ríkustu Bandaríkjamennina. 29. september 2015 16:37