Nýr Renault Megane í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 10:45 Nýr Renault Megane. Renault Megane keppir í afar erfiðum flokki bíla gegn magnsölubílunum Volkswagen Golf og Peugeot 308, en þessir bílar seljast nú eins og heitar lummur í Evrópu og víðar. Renault ætlar að svara nýjum gerðum þessara bíla með gerbreyttri kynslóð Megane og mun sýna bílinn á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst á þriðjudaginn næsta. Renault menn segja að nýr Megane verði að standa út úr fjöldanum til að ná hylli kaupenda og þannig sé þessi nýi bíll. Nýr Megane er 25 mm lægri á vegi en forverinn og 47 mm breiðari að framan og 39 mm breiðari að aftan. Bil milli hjóla hefur einnig lengst um 28 mm og bilið frá framöxli að fremsta punkti hefur styst til að gefa bílnum sportlegra útlit. Snotur afturendi á nýjum Megane. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent
Renault Megane keppir í afar erfiðum flokki bíla gegn magnsölubílunum Volkswagen Golf og Peugeot 308, en þessir bílar seljast nú eins og heitar lummur í Evrópu og víðar. Renault ætlar að svara nýjum gerðum þessara bíla með gerbreyttri kynslóð Megane og mun sýna bílinn á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst á þriðjudaginn næsta. Renault menn segja að nýr Megane verði að standa út úr fjöldanum til að ná hylli kaupenda og þannig sé þessi nýi bíll. Nýr Megane er 25 mm lægri á vegi en forverinn og 47 mm breiðari að framan og 39 mm breiðari að aftan. Bil milli hjóla hefur einnig lengst um 28 mm og bilið frá framöxli að fremsta punkti hefur styst til að gefa bílnum sportlegra útlit. Snotur afturendi á nýjum Megane.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent