Miðfjarðará gæti farið í 6.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2015 12:00 Veiðin í Miðfjarðará hefur verið með ólíkindum í sumar og þrátt fyrir að aðeins 8 dagar séu eftir af veiðitímanum er veiðin ennþá góð í henni. Miðfjarðará ásamt Blöndu hafa margslegið veiðimetið í sjálfbæru ánum og það á eftir að bætast við töluna ennþá, í það minnsta í Miðfjarðará. Veiðin stóð í 5.485 löxum í síðustu viku og síðan þá hafa í það minnsta 200 laxar veiðstþannig að heildarveiðin í henni er líklega að detta í 5.700 laxa í dag. Það er mikið af laxi á flestum stöðum í ánni svo það er nokkuð ljóst að 6.000 laxa markið getur náðst og það auðveldlega. Veitt er til 22. september og þar sem full selt er út tímabilið, veðurspáin nokkuð góð og engin haustflóð á leiðinni er nóg inni. Ef Miðfjarðará fer yfir 6.000 laxa er komið met sem fáir geta ímyndað sér að verði slegið í bráð en þetta var að vísu líka haft á orði þegar Þverá og Kjarrá fóru í 4.165 laxa árið 2005 en þá var talið að það met yrði varla slegið því veiðin hafi verið ótrúleg allt sumarið. Veitt er á fleiri stangir í Þverá heldur en í Miðfjarðará svo það er auðvelt að sjá hversu mikil veiðin hefur verið í allt sumar miðað við lokatölu uppá 6.000 laxa. Mikil ásókn er eins og gefur að skilja í ánna á næsta ári en hún er þegar nálægt því að vera fullbókuð nema hún sé orðin það nú þegar. Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði
Veiðin í Miðfjarðará hefur verið með ólíkindum í sumar og þrátt fyrir að aðeins 8 dagar séu eftir af veiðitímanum er veiðin ennþá góð í henni. Miðfjarðará ásamt Blöndu hafa margslegið veiðimetið í sjálfbæru ánum og það á eftir að bætast við töluna ennþá, í það minnsta í Miðfjarðará. Veiðin stóð í 5.485 löxum í síðustu viku og síðan þá hafa í það minnsta 200 laxar veiðstþannig að heildarveiðin í henni er líklega að detta í 5.700 laxa í dag. Það er mikið af laxi á flestum stöðum í ánni svo það er nokkuð ljóst að 6.000 laxa markið getur náðst og það auðveldlega. Veitt er til 22. september og þar sem full selt er út tímabilið, veðurspáin nokkuð góð og engin haustflóð á leiðinni er nóg inni. Ef Miðfjarðará fer yfir 6.000 laxa er komið met sem fáir geta ímyndað sér að verði slegið í bráð en þetta var að vísu líka haft á orði þegar Þverá og Kjarrá fóru í 4.165 laxa árið 2005 en þá var talið að það met yrði varla slegið því veiðin hafi verið ótrúleg allt sumarið. Veitt er á fleiri stangir í Þverá heldur en í Miðfjarðará svo það er auðvelt að sjá hversu mikil veiðin hefur verið í allt sumar miðað við lokatölu uppá 6.000 laxa. Mikil ásókn er eins og gefur að skilja í ánna á næsta ári en hún er þegar nálægt því að vera fullbókuð nema hún sé orðin það nú þegar.
Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði