Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Karl Lúðvíksson skrifar 15. september 2015 11:50 Mynd: KL Vötnin loka nú hvert af öðru og í dag er síðasti dagurinn þar sem veiði er leyfð í Elliðavatni. Elliðavatn var mjög sérstakt í sumar en veiðin fór ágætlega af stað þrátt fyrir ískalt vor og veiddu margir vel af vænum urriða fram til loka maí. Þá var eins og vatnið færi í dvala en taka var lengi afskaplega dræm. Þetta skánaði þegar leið á sumarið en fór aldrei almennilega í gang nema í brot úr sumrinu og þá, eins og fyrri daginn, voru það þeir sem þekkja vatnið vel sem gerði stundum fína veiði. Lykilatriðið að velgengni í vötnunum er að þekkja hegðun fiskins, hvað hann er að taka, hvar hann liggur og við hvaða skilyrði hann tekur best. Það tekur auðvitað tíma að læra þetta en er klárlega þess virði. Til að ná þessu í reynslubankann er ekkert annað en að stunda vötnin af kappi, þannig kemur þetta. Síðasti dagurinn í vatninu er í dag og má reikna með að einhverjir veiðimenn leggji leið sína upp að vatni til að kveðja það fyrir veturinn og bíða þess þá með óþreyju að vatnið opni aftur að ári á sumardaginn fyrsta. Það er góð veiðivon á þessum tíma, sérstaklega seint á kvöldin en þá fer stóri urriðinn sem finnst víða í vatninu á stjá. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði
Vötnin loka nú hvert af öðru og í dag er síðasti dagurinn þar sem veiði er leyfð í Elliðavatni. Elliðavatn var mjög sérstakt í sumar en veiðin fór ágætlega af stað þrátt fyrir ískalt vor og veiddu margir vel af vænum urriða fram til loka maí. Þá var eins og vatnið færi í dvala en taka var lengi afskaplega dræm. Þetta skánaði þegar leið á sumarið en fór aldrei almennilega í gang nema í brot úr sumrinu og þá, eins og fyrri daginn, voru það þeir sem þekkja vatnið vel sem gerði stundum fína veiði. Lykilatriðið að velgengni í vötnunum er að þekkja hegðun fiskins, hvað hann er að taka, hvar hann liggur og við hvaða skilyrði hann tekur best. Það tekur auðvitað tíma að læra þetta en er klárlega þess virði. Til að ná þessu í reynslubankann er ekkert annað en að stunda vötnin af kappi, þannig kemur þetta. Síðasti dagurinn í vatninu er í dag og má reikna með að einhverjir veiðimenn leggji leið sína upp að vatni til að kveðja það fyrir veturinn og bíða þess þá með óþreyju að vatnið opni aftur að ári á sumardaginn fyrsta. Það er góð veiðivon á þessum tíma, sérstaklega seint á kvöldin en þá fer stóri urriðinn sem finnst víða í vatninu á stjá.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði