Bjórrisarnir AB InBev og SABMiller standa í viðræðum um sameiningu. Ef að sameiningu verður mun samstæðan eiga þriðjung af markaðshlutdeild bjórs í heiminum. AB InBev framleiðir meðal annars Budweiser, Stella Artois og Corona, á meðan SABMiller á Peroni og Grolsch. AB InBev hefur nálgast SABMiller til að ræða sameiningu, en óvíst er ennþá hvort úr verði. AB InBev á eftir að senda kauptilboð og óvíst er hversu hátt það verði. Samkvæmt hlutabréfaverði gærdagsins myndi samstæðan hins vegar vera 230 milljarða dollara virði. Hlutabréfaverð SABMiller hækkaði um 20% þegar tilkynnt var um samningaviðræðurnar, á meðan hlutabréf AB INBev hækkuðu um 11% í verði.
Í frétt BBC um málið segir sérfræðingur að ekki væri um sameiningu að ræða frekar myndi þetta líkjast yfirtöku AB InBev á SABMiller. Aðrir sérfræðingar óttast að markaðshlutdeild samsteypunnar yrði allt of stór.
Frétt BBC um málið.
