Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 24-25 | Nielsen frábær en það dugði ekki til Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 17. september 2015 20:15 Stephen Nielsen var magnaður í kvöld en það dugði ekki til. vísir/vilhelm Framarar hirtu öll stigin gegn Eyjamönnum í Vestmannaeyjum í dag, leiknum lauk með eins marks sigri þeirra 24-25 en Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik fyrir gestina. Eyjamönnum var spáð titlinum fyrir tímabilið en hafa byrjað leiktíðina frekar illa. Tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum er ekkert sem meistaraefni geta verið stolt af. Framarar hirtu annan sigur sinn í þremur leikjum en þeir sigruðu Víkinga örugglega í síðustu umferð á heimavelli. Þeim tókst frábærlega að halda sókn ÍBV í skefjum. Þeir sem spiluðu fyrir utan hjá ÍBV skoruðu sex mörk úr 22 skotum. Einar Sverrisson og Nemanja Malovic gerðu þessi sex mörk en engin mörk fengust frá Brynjari Karli Óskarssyni, Andra Heimi Friðrikssyni og Magnúsi Stefánssyni. Stephen Nielsen markvörður Eyjamanna varði einungis eitt skot á fyrsta korterinu, þá var eins og hann hafi skipt um ham. Á næstu 45 mínútum varði Stephen 24 skot, þar af þrjú vítaköst, hann hélt Eyjamönnum inni í leiknum. Annar ljós punktur í leik Eyjamanna var sá að Theodór Sigurbjörnsson heldur áfram að skora, hann þurfti ekki að fá dauðafæri en hann virtist sætta sig við hvaða glufu sem er. Hann skoraði ellefu mörk úr fimmtán skotum. Eyjamenn verða þó að fara að hugsa sinn gang varnarlega, ef það hefði ekki verið fyrir Stephen í markinu hefðu Framarar rúllað yfir þennan leik. Hann varði hvert dauðafærið á fætur öðru og eins og áður segir þrjú vítaköst. Framarar geta verið sáttir við spilamennsku sína en þeir hægðu á leiknum og gáfu fá færi á sér. Það sést best á því að Kristófer Fannar Guðmundsson ver einungis tíu skot í marki gestanna á móti 25 skotum Stephen. Vörn Framara hleypti einungis 33 skotum á markið á meðan vörn Eyjamanna fékk á sig 50 skot. Framarar komust fimm mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður en þá virtust Eyjamenn eiga helling inni, þeim tókst þó ekki að minnka muninn niður í nema þrjú mörk áður en hálfleikurinn skall á. Sóknarlega tókst Fram frábærlega að opna vörn Eyjamanna sem var afleit. ÍBV jafnaði leikinn tvívegis um miðbik síðari hálfleiks í stöðunni 18-18 og 19-19. Á þessum tíma voru Eyjamenn tveimur færri og hreint ótrúlegt hvernig þeir spiluðu sig í færi. Þá héldu margir að Framarar myndu brotna en allt kom fyrir ekki, þeir sóttu og sóttu og komust þremur mörkum yfir á ný. Óðinn Þór Ríkharðsson var þeim gríðarlega mikilvægur á þessum kafla. Arnar Freyr Ársælsson labbaði framhjá vörn ÍBV og kom þeim þremur mörkum yfir í stöðunni 22-25. Þá var einfaldlega of seint fyrir ÍBV að spyrna í bakkann. Þeim tókst þó að minnka muninn í eitt mark. Gríðarlega dýrkeypt dómaramistök komu í veg fyrir að ÍBV gæti jafnaði metin á lokamínútunni en dómararnir vita það líklega best sjálfir að mistökin voru gerð. Allt ætlaði um koll að keyra þegar lokaflautan gall en hreint út sagt ótrúlegt að ÍBV sé búið að tapa fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar á heimavelli.Guðlaugur Arnarson: Hugsum um næstu æfingu „Ég er rosalega ánægður með þennan sigur, ótrúlega ánægður með strákana og þeirra framlag í þennan leik,“ sagði Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir sterkan útisigur á liði ÍBV sem spáð var deildarmeistaratitlinum. „Barátta, liðsheild og skipulag,“ voru þeir hlutir sem unnu leikinn sagði Guðlaugur. „Við leggum mikla áherslu á vörn og heildarleikinn hjá okkur. Við vorum að spila á heimavelli meistaraefnanna, það er búið að spá þeim titlinum. Ég er bara virkilega ánægður með þennan sigur.“ „Við vinnum eftir því „concepti“ að við hugsum um næstu æfingu og vinnum á henni. Svo kemur bara næsti leikur og það er að skila okkur núna.“ „Næsti leikur er á móti Val sem eru gríðarlega sterkir, við höldum áfram okkar vinnu,“ sagði Guðlaugur um Reykjavíkur slaginn sem er í næstu umferð. Menn voru oft á tíðum ósáttir með dómgæsluna í leiknum, hvað fannst Guðlaugi um hana. „Hún var jöfn á báða bóga.“Arnar Pétursson: Spáin virðist hafa áhrif á menn „Ég er langt frá því að vera sáttur, þetta var slakur leikur hjá okkur í dag. Mjög sérstakur að mörgu leiti,“ sagði Arnar Pétursson, ósáttur þjálfari ÍBV, sem spáð var titlinum fyrir tímabilið. Stephen Nielsen, markvörður Eyjamanna, var gjörsamlega frábær í dag og varði um 25 bolta, hvernig tapar lið með svona markvörslu. „Fljótt á litið finnst mér vera stress í okkur, eins og spáin sé að hafa einhver áhrif á menn. Menn virðast vera smeykir við að gera mistök og þora þar af leiðandi ekki að spila þann handbolta sem við þurfum að spila og erum þekktir fyrir að spila.“ „Við þurfum að ná okkur út úr þessu stressi, menn eru liggur við jafn hvítir og búningarnir þarna lengi vel inni á vellinum. Menn verða að þora að vera karlmenn og þora að sækja og spila þann bolta sem við þurfum að spila.“ „Við hefðum viljað fá ruðning á þá á síðustu mínútunni, það skiptir engu máli. Dómararnir voru fínir heilt yfir, það er rosalega auðvelt að leita í þá afsökun þegar maður sjálfur stendur sig ekki,“ sagði Arnar, sem vildi alls ekki kenna dómurunum um tapið. „Við vorum einfaldlega slakir og ekki tilbúnir í þetta.“ „Ég vona að við sjáum okkar menn með sín einkenni á vellinum. Við erum að fara að berjast við Íslandsmeistarana og kandídata í titilinn,“ sagði Arnar um næsta leik gegn Haukum. Olís-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Framarar hirtu öll stigin gegn Eyjamönnum í Vestmannaeyjum í dag, leiknum lauk með eins marks sigri þeirra 24-25 en Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik fyrir gestina. Eyjamönnum var spáð titlinum fyrir tímabilið en hafa byrjað leiktíðina frekar illa. Tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum er ekkert sem meistaraefni geta verið stolt af. Framarar hirtu annan sigur sinn í þremur leikjum en þeir sigruðu Víkinga örugglega í síðustu umferð á heimavelli. Þeim tókst frábærlega að halda sókn ÍBV í skefjum. Þeir sem spiluðu fyrir utan hjá ÍBV skoruðu sex mörk úr 22 skotum. Einar Sverrisson og Nemanja Malovic gerðu þessi sex mörk en engin mörk fengust frá Brynjari Karli Óskarssyni, Andra Heimi Friðrikssyni og Magnúsi Stefánssyni. Stephen Nielsen markvörður Eyjamanna varði einungis eitt skot á fyrsta korterinu, þá var eins og hann hafi skipt um ham. Á næstu 45 mínútum varði Stephen 24 skot, þar af þrjú vítaköst, hann hélt Eyjamönnum inni í leiknum. Annar ljós punktur í leik Eyjamanna var sá að Theodór Sigurbjörnsson heldur áfram að skora, hann þurfti ekki að fá dauðafæri en hann virtist sætta sig við hvaða glufu sem er. Hann skoraði ellefu mörk úr fimmtán skotum. Eyjamenn verða þó að fara að hugsa sinn gang varnarlega, ef það hefði ekki verið fyrir Stephen í markinu hefðu Framarar rúllað yfir þennan leik. Hann varði hvert dauðafærið á fætur öðru og eins og áður segir þrjú vítaköst. Framarar geta verið sáttir við spilamennsku sína en þeir hægðu á leiknum og gáfu fá færi á sér. Það sést best á því að Kristófer Fannar Guðmundsson ver einungis tíu skot í marki gestanna á móti 25 skotum Stephen. Vörn Framara hleypti einungis 33 skotum á markið á meðan vörn Eyjamanna fékk á sig 50 skot. Framarar komust fimm mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður en þá virtust Eyjamenn eiga helling inni, þeim tókst þó ekki að minnka muninn niður í nema þrjú mörk áður en hálfleikurinn skall á. Sóknarlega tókst Fram frábærlega að opna vörn Eyjamanna sem var afleit. ÍBV jafnaði leikinn tvívegis um miðbik síðari hálfleiks í stöðunni 18-18 og 19-19. Á þessum tíma voru Eyjamenn tveimur færri og hreint ótrúlegt hvernig þeir spiluðu sig í færi. Þá héldu margir að Framarar myndu brotna en allt kom fyrir ekki, þeir sóttu og sóttu og komust þremur mörkum yfir á ný. Óðinn Þór Ríkharðsson var þeim gríðarlega mikilvægur á þessum kafla. Arnar Freyr Ársælsson labbaði framhjá vörn ÍBV og kom þeim þremur mörkum yfir í stöðunni 22-25. Þá var einfaldlega of seint fyrir ÍBV að spyrna í bakkann. Þeim tókst þó að minnka muninn í eitt mark. Gríðarlega dýrkeypt dómaramistök komu í veg fyrir að ÍBV gæti jafnaði metin á lokamínútunni en dómararnir vita það líklega best sjálfir að mistökin voru gerð. Allt ætlaði um koll að keyra þegar lokaflautan gall en hreint út sagt ótrúlegt að ÍBV sé búið að tapa fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar á heimavelli.Guðlaugur Arnarson: Hugsum um næstu æfingu „Ég er rosalega ánægður með þennan sigur, ótrúlega ánægður með strákana og þeirra framlag í þennan leik,“ sagði Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir sterkan útisigur á liði ÍBV sem spáð var deildarmeistaratitlinum. „Barátta, liðsheild og skipulag,“ voru þeir hlutir sem unnu leikinn sagði Guðlaugur. „Við leggum mikla áherslu á vörn og heildarleikinn hjá okkur. Við vorum að spila á heimavelli meistaraefnanna, það er búið að spá þeim titlinum. Ég er bara virkilega ánægður með þennan sigur.“ „Við vinnum eftir því „concepti“ að við hugsum um næstu æfingu og vinnum á henni. Svo kemur bara næsti leikur og það er að skila okkur núna.“ „Næsti leikur er á móti Val sem eru gríðarlega sterkir, við höldum áfram okkar vinnu,“ sagði Guðlaugur um Reykjavíkur slaginn sem er í næstu umferð. Menn voru oft á tíðum ósáttir með dómgæsluna í leiknum, hvað fannst Guðlaugi um hana. „Hún var jöfn á báða bóga.“Arnar Pétursson: Spáin virðist hafa áhrif á menn „Ég er langt frá því að vera sáttur, þetta var slakur leikur hjá okkur í dag. Mjög sérstakur að mörgu leiti,“ sagði Arnar Pétursson, ósáttur þjálfari ÍBV, sem spáð var titlinum fyrir tímabilið. Stephen Nielsen, markvörður Eyjamanna, var gjörsamlega frábær í dag og varði um 25 bolta, hvernig tapar lið með svona markvörslu. „Fljótt á litið finnst mér vera stress í okkur, eins og spáin sé að hafa einhver áhrif á menn. Menn virðast vera smeykir við að gera mistök og þora þar af leiðandi ekki að spila þann handbolta sem við þurfum að spila og erum þekktir fyrir að spila.“ „Við þurfum að ná okkur út úr þessu stressi, menn eru liggur við jafn hvítir og búningarnir þarna lengi vel inni á vellinum. Menn verða að þora að vera karlmenn og þora að sækja og spila þann bolta sem við þurfum að spila.“ „Við hefðum viljað fá ruðning á þá á síðustu mínútunni, það skiptir engu máli. Dómararnir voru fínir heilt yfir, það er rosalega auðvelt að leita í þá afsökun þegar maður sjálfur stendur sig ekki,“ sagði Arnar, sem vildi alls ekki kenna dómurunum um tapið. „Við vorum einfaldlega slakir og ekki tilbúnir í þetta.“ „Ég vona að við sjáum okkar menn með sín einkenni á vellinum. Við erum að fara að berjast við Íslandsmeistarana og kandídata í titilinn,“ sagði Arnar um næsta leik gegn Haukum.
Olís-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira