Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. september 2015 22:30 Nico Rosberg þarf hugsanlega að nota fimmtu vélina og sæta refsingunni sem því fylgir seinna á tímabilinu. Vísir/Getty Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. Rosberg og Lewis Hamilton, liðsfélagi hans hjá Mercedes voru báðir með nýja vél um borð við upphaf keppnishelgarinnar á Monza. Sú vél var talsvert uppfærð frá þeim sem á undan höfðu komið. Rosberg varð að skipta aftur yfir í gamla vél fyrir tímatökuna, þegar leki kom upp í kælikerfi bílsins. Gamla vélin gafst svo upp þegar einungis tveir hringir voru eftir af keppninni. Rosberg missti þá af verðlaunasæti og mikilvægum stigum í baráttunni við Hamilton og Sebastian Vettel á Ferrari um heimsmeistaratitil ökumanna. Mercedes liðið segist ekki öruggt um hvort vélin sem var í bílnum þegar lekinn kom upp í kælikerfinu hafi orðið fyrir einhverjum skaða. Til stendur að setja hana í gang og framkvæma prófanir á henni. Hún gæti því komið að gangi seinna á tímabilinu, ef hún er í lagi. Rosberg mun þó fá glænýja vél til afnota um helgina. Þegar sjö keppnir eru eftir af tímabilinu er ljóst að Rosberg mun þurfa tvær vélar til að aka þær keppnir. Ef sú sem varð fyrir kælikerfislekanum er ónýt þarf Rosberg að nota fimmtu vélina sem þýðir að hann mun færast aftur um sæti á ráslínu þegar að því kemur. Ef hún er hins vegar í lagi myndi það hjálpa Rosberg mikið í titilbaráttunni. Hamilton leiðir keppni ökumanna með 53 stiga forskot á Rosberg. Vettel er svo 22 stigum á eftir Rosberg. Aðrir sem eiga stærðfræðilega möguleika á að verða heimsmeistarar eru: Felipe Massa á Williams, Kimi Raikkonen á Ferrari og Valtteri Bottas á Williams. Aðrir geta ekki orðið meistarar úr því sem komið er. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Það helsta frá Monza Lewis Hamilton kom fyrstur í mark og svo stóð hugsanlega til að dæma hann úr leik. Kimi Raikkonen átti frábæra tímatöku en hvað svo? 9. september 2015 22:00 Hamilton mögulega vísað úr keppni: Ekki mitt að passa þrýstinginn Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Athugun FIA á loftþrýsting í dekkjum Mercedes gæti leitt til brottvísunar Hamilton. Hver sagði hvað eftir skemmtilega keppni? 6. september 2015 14:18 Sjáðu samantektina úr Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ítalska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 6. september 2015 18:30 Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45 Permane: Nýja Mercedes vélin 0,3 sekúndna virði Uppfærslan sem Mercedes kom með til Ítalíu er um 0,3 sekúndum hraðari á hring á Monza ef marka má orð Alan Permane, skipulagsstjóra Lotus liðsins. 15. september 2015 23:30 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. Rosberg og Lewis Hamilton, liðsfélagi hans hjá Mercedes voru báðir með nýja vél um borð við upphaf keppnishelgarinnar á Monza. Sú vél var talsvert uppfærð frá þeim sem á undan höfðu komið. Rosberg varð að skipta aftur yfir í gamla vél fyrir tímatökuna, þegar leki kom upp í kælikerfi bílsins. Gamla vélin gafst svo upp þegar einungis tveir hringir voru eftir af keppninni. Rosberg missti þá af verðlaunasæti og mikilvægum stigum í baráttunni við Hamilton og Sebastian Vettel á Ferrari um heimsmeistaratitil ökumanna. Mercedes liðið segist ekki öruggt um hvort vélin sem var í bílnum þegar lekinn kom upp í kælikerfinu hafi orðið fyrir einhverjum skaða. Til stendur að setja hana í gang og framkvæma prófanir á henni. Hún gæti því komið að gangi seinna á tímabilinu, ef hún er í lagi. Rosberg mun þó fá glænýja vél til afnota um helgina. Þegar sjö keppnir eru eftir af tímabilinu er ljóst að Rosberg mun þurfa tvær vélar til að aka þær keppnir. Ef sú sem varð fyrir kælikerfislekanum er ónýt þarf Rosberg að nota fimmtu vélina sem þýðir að hann mun færast aftur um sæti á ráslínu þegar að því kemur. Ef hún er hins vegar í lagi myndi það hjálpa Rosberg mikið í titilbaráttunni. Hamilton leiðir keppni ökumanna með 53 stiga forskot á Rosberg. Vettel er svo 22 stigum á eftir Rosberg. Aðrir sem eiga stærðfræðilega möguleika á að verða heimsmeistarar eru: Felipe Massa á Williams, Kimi Raikkonen á Ferrari og Valtteri Bottas á Williams. Aðrir geta ekki orðið meistarar úr því sem komið er.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Það helsta frá Monza Lewis Hamilton kom fyrstur í mark og svo stóð hugsanlega til að dæma hann úr leik. Kimi Raikkonen átti frábæra tímatöku en hvað svo? 9. september 2015 22:00 Hamilton mögulega vísað úr keppni: Ekki mitt að passa þrýstinginn Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Athugun FIA á loftþrýsting í dekkjum Mercedes gæti leitt til brottvísunar Hamilton. Hver sagði hvað eftir skemmtilega keppni? 6. september 2015 14:18 Sjáðu samantektina úr Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ítalska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 6. september 2015 18:30 Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45 Permane: Nýja Mercedes vélin 0,3 sekúndna virði Uppfærslan sem Mercedes kom með til Ítalíu er um 0,3 sekúndum hraðari á hring á Monza ef marka má orð Alan Permane, skipulagsstjóra Lotus liðsins. 15. september 2015 23:30 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bílskúrinn: Það helsta frá Monza Lewis Hamilton kom fyrstur í mark og svo stóð hugsanlega til að dæma hann úr leik. Kimi Raikkonen átti frábæra tímatöku en hvað svo? 9. september 2015 22:00
Hamilton mögulega vísað úr keppni: Ekki mitt að passa þrýstinginn Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Athugun FIA á loftþrýsting í dekkjum Mercedes gæti leitt til brottvísunar Hamilton. Hver sagði hvað eftir skemmtilega keppni? 6. september 2015 14:18
Sjáðu samantektina úr Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ítalska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 6. september 2015 18:30
Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45
Permane: Nýja Mercedes vélin 0,3 sekúndna virði Uppfærslan sem Mercedes kom með til Ítalíu er um 0,3 sekúndum hraðari á hring á Monza ef marka má orð Alan Permane, skipulagsstjóra Lotus liðsins. 15. september 2015 23:30