Taílenskir kadettar þurftu að brjóta snjallsíma sína Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 13:48 Hægt var að dæma alla símana ónothæfa eftir að þeir urðu múrsteinunum að bráð. myndir/úr myndbandinu Þegar yfirmenn í taílenska hernum sögðu að símar væru bannaðir í herskólanum þá meintu þeir hvert einasta orð. Þessu fengu kadettar landsins að kynnast fyrir skemmstu er þeir voru þvingaðir til að brjóta snjallsíma sína. Fjallað er um málið af AP. Myndband af atvikinu fór á flug á þarlendum samfélagsmiðlum áður en það rataði á Facebook og YouTube. Myndbandið er titlað „Hermenn verða að afbera ýmislegt“ og sýnir nokkra kadetta brjóta glænýja síma frá Samsung og Apple. Á meðan stendur yfirmaður þeirra yfir þeim og stráir salti í sárin með að kalla að símarnir hafi flestir verið dýrir og séu nýir. Myndbandið hefur vakið upp talsverð viðbrögð í heimalandinu en flestir vilja meina að refsingin sé ekki í nokkru samræmi við glæpinn. Flestir voru sammála um að hæfilegt hefði verið að svipta þá vörslu síma sinna og skila þeim að skóla loknum. Aðrir grínast með að þetta sé nokkurs konar líkamleg pynting en Taílendingar eru einn stærsti notendahópur snjallsíma og hefur ítrekað verið í efsta sæti yfir þá staði heimsins sem oftast hafa verið „Instagrammaðir“. Fjölmiðlar í Taílandi hafa bent á að snjallsímabannið sé tímaskekkja. Rétt væri að nýta tæknina til að læra. Bannið sýni svart á hvítu hve langt frá samtímanum herinn sé kominn. Í yfirlýsingu frá taílenska sjóhernum kemur fram að refsingin hafi ekki verið fyrirskipuð af yfirmönnum skólans heldur. Heiðursmannasamkomulag hafi verið milli nemenda og kennara á þann veg að þeir sem yrðu uppvísir að broti myndu sjálfviljugir brjóta síma sína. „Þetta heiðursmannasamkomulag var ekki runnið undan rifjum stjórnenda og hefur nú verið þvertekið fyrir að atburðir sem þessi gerist á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Tækni Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Þegar yfirmenn í taílenska hernum sögðu að símar væru bannaðir í herskólanum þá meintu þeir hvert einasta orð. Þessu fengu kadettar landsins að kynnast fyrir skemmstu er þeir voru þvingaðir til að brjóta snjallsíma sína. Fjallað er um málið af AP. Myndband af atvikinu fór á flug á þarlendum samfélagsmiðlum áður en það rataði á Facebook og YouTube. Myndbandið er titlað „Hermenn verða að afbera ýmislegt“ og sýnir nokkra kadetta brjóta glænýja síma frá Samsung og Apple. Á meðan stendur yfirmaður þeirra yfir þeim og stráir salti í sárin með að kalla að símarnir hafi flestir verið dýrir og séu nýir. Myndbandið hefur vakið upp talsverð viðbrögð í heimalandinu en flestir vilja meina að refsingin sé ekki í nokkru samræmi við glæpinn. Flestir voru sammála um að hæfilegt hefði verið að svipta þá vörslu síma sinna og skila þeim að skóla loknum. Aðrir grínast með að þetta sé nokkurs konar líkamleg pynting en Taílendingar eru einn stærsti notendahópur snjallsíma og hefur ítrekað verið í efsta sæti yfir þá staði heimsins sem oftast hafa verið „Instagrammaðir“. Fjölmiðlar í Taílandi hafa bent á að snjallsímabannið sé tímaskekkja. Rétt væri að nýta tæknina til að læra. Bannið sýni svart á hvítu hve langt frá samtímanum herinn sé kominn. Í yfirlýsingu frá taílenska sjóhernum kemur fram að refsingin hafi ekki verið fyrirskipuð af yfirmönnum skólans heldur. Heiðursmannasamkomulag hafi verið milli nemenda og kennara á þann veg að þeir sem yrðu uppvísir að broti myndu sjálfviljugir brjóta síma sína. „Þetta heiðursmannasamkomulag var ekki runnið undan rifjum stjórnenda og hefur nú verið þvertekið fyrir að atburðir sem þessi gerist á ný,“ segir í yfirlýsingunni.
Tækni Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira