Lögregla í Slóveníu beitti piparúða gegn flóttafólki Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. september 2015 11:16 Ungverjar saka króatísk stjórnvöld um að brotið alþjóðalög þegar hælisleitendur voru fluttir yfir landamærin að Króatíu, áður en fólkið var skráð. Vísir/EPA Þúsundir flóttamanna sem flúið hafa stríðsátök og örbirgð í heimalöndum sínum eru strandaglópar í Króatíu. Fjölmargir freista þess nú að komast í gegnum landið til að halda leið sinni norður inn í Evrópu, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda í Króatíu, Slóveníu og Ungverjalandi til að koma í veg fyrir það. Lögreglumenn í Slóveníu beittu piparúða gegn hópi flóttamanna í gærkvöld þegar fólkið reyndi að reyndi komast yfir landamærin frá Króatíu. Yfirvöld í Ungverjalandi saka króatísk stjórnvöld um að brotið alþjóðalög þegar hælisleitendur voru fluttir yfir landamærin að Króatíu, áður en fólkið var skráð.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að þúsundir flóttamanna, sem freista þess að komast til Austurríkis og Þýskalands í gegnum Balkanskaga, hafi gist á lestarstöðum og jafnvel undir berum himni við þjóðvegi og landamærastöðvar. Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur hingað til algjörlega mistekist að koma á samkomulagi um hvernig skuli takast á við vandann. Þannig hafa lönd eins og Ungverjaland, Slóvenía og Króatía, sem er eitt af fátækustu löndum sambandsins, gripið til þess að takmarka straum flóttafólks yfir landamæri sín eða hreinlega loka þeim líkt og Ungverjaland hefur nú gert. Þarlend yfirvöld tilkynntu í morgun að búið væri að reisa grindverk og draga gaddavír meðfram rúmlega fjörutíu kílómetra löngum landamærum landsins að Króatíu. Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, hefur hælisumsóknum fjölgað um áttatíu og fimm prósent í sambandinu frá sama tíma á síðasta ári. Í gögnum Eurostat kemur fram að heildarfjöldi hælisumsóknar á öðrum ársfjórðungi tvö þúsund og fimmtán nam tvö hundruð og þrettán þúsund. Evrópusambandið hefur boðað til neyðarfundar vegna flóttamannavandans og mun hann fara fram næstkomandi miðvikudag. Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands. 18. september 2015 07:00 Forsætisráðherra Króatíu segir að landið geti ekki tekið við fleirum Króatía varð leið eitt fyrir flóttamenn í vikunni eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum. 18. september 2015 16:34 Stuðningsmenn stjórnarflokkanna vilja mun færri flóttamenn en aðrir Þegar fólk var spurt hvað það telji hæfilegt að íslensk stjórnvöld taki á móti mörgum kvótaflóttamönnum á næstu tveimur árum var meðaltalið um 1.040 kvótaflóttamenn og miðgildið 150. 18. september 2015 21:00 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Þúsundir flóttamanna sem flúið hafa stríðsátök og örbirgð í heimalöndum sínum eru strandaglópar í Króatíu. Fjölmargir freista þess nú að komast í gegnum landið til að halda leið sinni norður inn í Evrópu, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda í Króatíu, Slóveníu og Ungverjalandi til að koma í veg fyrir það. Lögreglumenn í Slóveníu beittu piparúða gegn hópi flóttamanna í gærkvöld þegar fólkið reyndi að reyndi komast yfir landamærin frá Króatíu. Yfirvöld í Ungverjalandi saka króatísk stjórnvöld um að brotið alþjóðalög þegar hælisleitendur voru fluttir yfir landamærin að Króatíu, áður en fólkið var skráð.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að þúsundir flóttamanna, sem freista þess að komast til Austurríkis og Þýskalands í gegnum Balkanskaga, hafi gist á lestarstöðum og jafnvel undir berum himni við þjóðvegi og landamærastöðvar. Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur hingað til algjörlega mistekist að koma á samkomulagi um hvernig skuli takast á við vandann. Þannig hafa lönd eins og Ungverjaland, Slóvenía og Króatía, sem er eitt af fátækustu löndum sambandsins, gripið til þess að takmarka straum flóttafólks yfir landamæri sín eða hreinlega loka þeim líkt og Ungverjaland hefur nú gert. Þarlend yfirvöld tilkynntu í morgun að búið væri að reisa grindverk og draga gaddavír meðfram rúmlega fjörutíu kílómetra löngum landamærum landsins að Króatíu. Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, hefur hælisumsóknum fjölgað um áttatíu og fimm prósent í sambandinu frá sama tíma á síðasta ári. Í gögnum Eurostat kemur fram að heildarfjöldi hælisumsóknar á öðrum ársfjórðungi tvö þúsund og fimmtán nam tvö hundruð og þrettán þúsund. Evrópusambandið hefur boðað til neyðarfundar vegna flóttamannavandans og mun hann fara fram næstkomandi miðvikudag.
Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands. 18. september 2015 07:00 Forsætisráðherra Króatíu segir að landið geti ekki tekið við fleirum Króatía varð leið eitt fyrir flóttamenn í vikunni eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum. 18. september 2015 16:34 Stuðningsmenn stjórnarflokkanna vilja mun færri flóttamenn en aðrir Þegar fólk var spurt hvað það telji hæfilegt að íslensk stjórnvöld taki á móti mörgum kvótaflóttamönnum á næstu tveimur árum var meðaltalið um 1.040 kvótaflóttamenn og miðgildið 150. 18. september 2015 21:00 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands. 18. september 2015 07:00
Forsætisráðherra Króatíu segir að landið geti ekki tekið við fleirum Króatía varð leið eitt fyrir flóttamenn í vikunni eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum. 18. september 2015 16:34
Stuðningsmenn stjórnarflokkanna vilja mun færri flóttamenn en aðrir Þegar fólk var spurt hvað það telji hæfilegt að íslensk stjórnvöld taki á móti mörgum kvótaflóttamönnum á næstu tveimur árum var meðaltalið um 1.040 kvótaflóttamenn og miðgildið 150. 18. september 2015 21:00
Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32