Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. september 2015 13:40 Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. Vísir/AFP Flóttamenn sem koma til Grikklands yfir Miðjarðarhafið þurfa að fara fótgangandi margra kílómetra leið til að komast í flóttamannabúðir. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Rútubílastöðin í Molivos á Lesbos sem nýtt hefur verið sem einskonar flóttamannabúðir hefur verið rýmd og hefur sjálfboðaliðastarf legið að mestu niðri. Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni, segir ástandið þannig hafa versnað á síðustu dögum. „Fólk er bara á vergangi hérna á þessum götum, úti á þjóðvegunum, og einhvern veginn engin til að leiðbeina þeim. Fólk reynir auðvitað að fara niður í fjöru og taka á móti þeim þegar þau koma í land og deila út þurrum fötum og einhverjum ávöxtum og vatni. En svo tekur bara við ótrúlega löng ganga að næstu búðum þar sem er einhverja hjálp er að fá,“ segir hún. Þórunn sagði frá samskiptum sínum við fjölskyldu hinnar tveggja vikna gömlu Ani sem kom til Molivos á Facebook. Skiptitaska stúlkunnar féll fyrir borð á gúmmíbátnum sem fjölskyldan kom á yfir hafið og var hún komin með svæsin brunasár eftir bleyjuna þegar hún fékk loksins aðstoð. „Hún er bara ein af alveg ótrúlega mörgum ungbörnum sem hafa komið hérna í gengum Molivos,“ segir hún. „Þetta er ótrúlega mikið af börnum sem koma hérna og þegar ég kvaddi Ani og fjölskyldu í gær þá voru þau bara á leið út í óvissuna.“Þetta er Ani. Á tveggja vikna langri ævi sinni hefur hún verið á flótta ásamt foreldrum sínum, systur og bróður....Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, September 1, 2015Þórunn segir að fjölskyldan hafi gengið af stað í átt að næstu flóttamannabúðum. „Það er langur vegur þangað og það eru ótrúlega margir í sömu stöðu; með pínulítil börn á handleggnum, gangandi svöng og þreytt í einhverri óvissu.“ Þórunn segir þó viðbrögð íslensks almennings við vandanum hafa vakið upp von hjá sér. Sjálfsögðu erum við lítið land og leysum ekki allan vandan en að allur þessi vilji sé til staðar er alveg ótrúlegt og mér finnst rosalega mikilvægt að við virkjum þennan kraft og þetta frumkvæði í stað að það verði drepið niður af stjórnvöldum,“ segir hún. „Því þetta er líka fordæmi fyrir hreinlega allan heiminn.“ Grikkland Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Flóttamenn sem koma til Grikklands yfir Miðjarðarhafið þurfa að fara fótgangandi margra kílómetra leið til að komast í flóttamannabúðir. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Rútubílastöðin í Molivos á Lesbos sem nýtt hefur verið sem einskonar flóttamannabúðir hefur verið rýmd og hefur sjálfboðaliðastarf legið að mestu niðri. Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni, segir ástandið þannig hafa versnað á síðustu dögum. „Fólk er bara á vergangi hérna á þessum götum, úti á þjóðvegunum, og einhvern veginn engin til að leiðbeina þeim. Fólk reynir auðvitað að fara niður í fjöru og taka á móti þeim þegar þau koma í land og deila út þurrum fötum og einhverjum ávöxtum og vatni. En svo tekur bara við ótrúlega löng ganga að næstu búðum þar sem er einhverja hjálp er að fá,“ segir hún. Þórunn sagði frá samskiptum sínum við fjölskyldu hinnar tveggja vikna gömlu Ani sem kom til Molivos á Facebook. Skiptitaska stúlkunnar féll fyrir borð á gúmmíbátnum sem fjölskyldan kom á yfir hafið og var hún komin með svæsin brunasár eftir bleyjuna þegar hún fékk loksins aðstoð. „Hún er bara ein af alveg ótrúlega mörgum ungbörnum sem hafa komið hérna í gengum Molivos,“ segir hún. „Þetta er ótrúlega mikið af börnum sem koma hérna og þegar ég kvaddi Ani og fjölskyldu í gær þá voru þau bara á leið út í óvissuna.“Þetta er Ani. Á tveggja vikna langri ævi sinni hefur hún verið á flótta ásamt foreldrum sínum, systur og bróður....Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, September 1, 2015Þórunn segir að fjölskyldan hafi gengið af stað í átt að næstu flóttamannabúðum. „Það er langur vegur þangað og það eru ótrúlega margir í sömu stöðu; með pínulítil börn á handleggnum, gangandi svöng og þreytt í einhverri óvissu.“ Þórunn segir þó viðbrögð íslensks almennings við vandanum hafa vakið upp von hjá sér. Sjálfsögðu erum við lítið land og leysum ekki allan vandan en að allur þessi vilji sé til staðar er alveg ótrúlegt og mér finnst rosalega mikilvægt að við virkjum þennan kraft og þetta frumkvæði í stað að það verði drepið niður af stjórnvöldum,“ segir hún. „Því þetta er líka fordæmi fyrir hreinlega allan heiminn.“
Grikkland Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira