Nýjar tölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2015 08:47 Nýjar vikutölur frá Landssambandi Veiðifélaga voru birtar í gær og þrátt fyrir að haustið sé mætt er veiðin víða mjög góð. Það sem hefur áhrif á veiðitölur í þessari viku er afleitt veiðiveður um helgina en víða, t.d. á vesturlandi var varla stætt vegna hvassviðris. Ytri Rangá heldur toppsætinu á listanum með 5.631 lax og sú á nóg inni en alls veiddust 722 laxar í henni í liðinni viku. Miðfjarðará stendur í dag í 4.978 löxum og þarf ekki nema 22 laxa til að rjúfa 5.000 laxa múrinn og þá er það í fyrsta skipti sem sjálfbær laxveiðiá nær þeirri tölu. Alls veiddust 533 laxar í Miðfjarðará í vikunni sem leið. Ennþá eru rétt um þrjár vikur eftir af veiðitímanum svo árnar eiga margar hverjar nokkuð inni og eins og áður segir veiðist ennþá gríðarlega vel í mörgum ánum. Núna gengur fyrsta sunnanáttin yfir landið með úrhelli á vesturlandi sem á eftir að hleypa miklu lífi í árnar þar sem hafa ekki fengið mikla rigningu í sumar. Það styttist jafnframt í fyrstu lokatölur og eins og listinn sem Þorsteinn frá Skálpastöðum tekur saman ber með sér er þetta sumar þegar orðið eitt af þeim bestu í flestum ánum. Listann í heild sinni má finna hér. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Nýjar vikutölur frá Landssambandi Veiðifélaga voru birtar í gær og þrátt fyrir að haustið sé mætt er veiðin víða mjög góð. Það sem hefur áhrif á veiðitölur í þessari viku er afleitt veiðiveður um helgina en víða, t.d. á vesturlandi var varla stætt vegna hvassviðris. Ytri Rangá heldur toppsætinu á listanum með 5.631 lax og sú á nóg inni en alls veiddust 722 laxar í henni í liðinni viku. Miðfjarðará stendur í dag í 4.978 löxum og þarf ekki nema 22 laxa til að rjúfa 5.000 laxa múrinn og þá er það í fyrsta skipti sem sjálfbær laxveiðiá nær þeirri tölu. Alls veiddust 533 laxar í Miðfjarðará í vikunni sem leið. Ennþá eru rétt um þrjár vikur eftir af veiðitímanum svo árnar eiga margar hverjar nokkuð inni og eins og áður segir veiðist ennþá gríðarlega vel í mörgum ánum. Núna gengur fyrsta sunnanáttin yfir landið með úrhelli á vesturlandi sem á eftir að hleypa miklu lífi í árnar þar sem hafa ekki fengið mikla rigningu í sumar. Það styttist jafnframt í fyrstu lokatölur og eins og listinn sem Þorsteinn frá Skálpastöðum tekur saman ber með sér er þetta sumar þegar orðið eitt af þeim bestu í flestum ánum. Listann í heild sinni má finna hér.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði