Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, segist ekki vera „eins tímabils undur“.
Kane sló eftirminnilega í gegn á síðasta tímabili þegar hann gerði 31 mark fyrir Spurs en hann á enn eftir að opna markareikninginn í ár.
„Síðasta ár var ekki heppni. Ég lagði mikið á mig til að ná þessum árangri,“ sagði Kane sem er í enska landsliðshópnum sem mætir San Marinó og Sviss í undankeppni EM 2016 á næstunni.
„Framherjar ganga alltaf í gegnum tímabil þar sem þeir eru heitir en stundum ganga hlutirnir ekki upp. En ég hef fulla trú á því að ég fari að skora á nýjan leik.
„Ég hef byrjað tímabilið ágætlega en byrjunin gæti verið betri. Ég hefði viljað vera kominn á blað en í fótboltanum gengur stundum ekki allt að óskum.“
Kane, sem var valinn besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni í fyrra, hefur gert eitt mark í tveimur A-landsleikjum.
Kane: Síðasta ár var ekki heppni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti



