Hamilton mögulega vísað úr keppni: Ekki mitt að passa þrýstinginn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. september 2015 14:18 Lewis Hamilton gæti verið vísað úr keppni. Vísir/Getty Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Athugun FIA á loftþrýsting í dekkjum Mercedes gæti leitt til brottvísunar Hamilton. Hver sagði hvað eftir skemmtilega keppni? „Ég er að verða gamall, það var mjög erfitt að verjast liðsfélaga mínum en það var frábært að koma yfir línuna,“ sagði sagði Felipe Massa á verðlaunapallinum. „Við höfum verið kallaðir til dómaranna. Við stilltum þrýstinginn eftir leiðbeiningum Pirelli sem er allt sem við getum gert. Þess vegna vildum við hafa bil fyrir aftan Lewis, ef við fáum refsingu. Við höfum ekki gert neitt rangt, þetta var bara til öryggis,“ sagði Paddy Lowe, tæknisstjóri Mercedes. „Við heyrðum undir lok keppninnar að loftþrýstingur í dekkjum hefði verið skoðaður og við höfum verið boðaðir til dómaranna. Það sem ég veit um þetta er að mestu komið úr slúðri á þjónustusvæðinu. „Ég get ekki tjáð mig um þetta. Ég veit ekkert um þetta og vissi ekki af þessu,“ sagði Hamilton, aðspurður um loftþrýstinginn í öðru afturdekki bílsins. Hann var 0,3 psi undir ráðleggingum Pirelli. „Það er ekki mitt að passa þrýstinginn. Liðið hefur staðið sig vel alla helgina. Formúla 1 snýst um að kreista allt út úr sér og bílnum. Meira get ég ekki sagt, ég er ekki búinn að hitta neinn,“ bætti Hamilton við.Valtteri Bottas kom í mark í fjórða sæti. Hann gæti þó orðið þriðji.Vísir/GettyPirelli hefur völd til að setja reglur um lágmarksloftþrýsting og fleira. Brot á slíkum reglum jafnast á við brot á öðrum tæknireglum. Hamilton eða Mercedes gætu þurft að sæta refsingu fyrir vikið. Refsingin gæti falið í sér að einhverjum tíma yrði bætt við heildarkeppnistíma Hamilton og því hvatti Mercedes Hamilton til að gefa allt í botn undir lok keppninnar.Nánar verður fylgst með framvindu þessa máls hér á Vísi. „Helgin í heild er búin að vera afar erfið. Það var vandamál með undirvagninn sem gerði það að verkum að ég þurfti að nota gömlu vélina sem sprakk svo í lokin,“ sagði Nico Rosberg sem datt úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. „Þetta var góður dagur, ég hélt aðeins niður í mér andanum á síðasta hring þegar ökumennirnir okkar börðust á brautinni. Við leyfðum þeim að keppa,“ sagði Pat Symonds tæknistjóri Williams. „Ég býst við að ef til refsingar kemur verður hún hörð. Það er almennt hart tekið á brotum á tæknilegum reglum, þetta er líka öryggisatriði. Brottvísun úr keppni er refsingin sem notuð er í þessum tilfellum eftir minni reynslu,“ bætti Symonds við. „Ég held að loftþrýstingurin hafi verið athugaður á ráslínunni. FIA notar sinn mælir til að mæla svona. Þetta er öryggisatriði og það þýðir brottvísun,“ sagði Rob Smedley frammistöðustjóri Williams. „Ég hefði viljað ná honum undir lokin og hefði hugsanlega getað það hefðu verið nokkrir hringir í viðbót. Það er miklu skemmtilegra að vera á verðlaunapallinum en vera fjórði,“ sagði Valtteri Bottas sem er fjórði eins og er. Formúla Tengdar fréttir Mercedes í sérflokki á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar á báðum æfingum. Bilið milli þeirra var nánast ekkert á seinni æfingunni. 4. september 2015 21:30 Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 6. september 2015 12:50 Raikkonen: Við komum sjálfum okkur á óvart Lewis Hamilton náði nokkuð öruggum ráspól á Moza í dag. Það er hans sjöundi í röð. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 5. september 2015 16:45 Lewis Hamilton á ráspól á Monza Lewis Hamilton var fljótastur á Mercedes bílnum og náði sínum sjöunda ráspól í röð. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð þriðji. 5. september 2015 12:47 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Athugun FIA á loftþrýsting í dekkjum Mercedes gæti leitt til brottvísunar Hamilton. Hver sagði hvað eftir skemmtilega keppni? „Ég er að verða gamall, það var mjög erfitt að verjast liðsfélaga mínum en það var frábært að koma yfir línuna,“ sagði sagði Felipe Massa á verðlaunapallinum. „Við höfum verið kallaðir til dómaranna. Við stilltum þrýstinginn eftir leiðbeiningum Pirelli sem er allt sem við getum gert. Þess vegna vildum við hafa bil fyrir aftan Lewis, ef við fáum refsingu. Við höfum ekki gert neitt rangt, þetta var bara til öryggis,“ sagði Paddy Lowe, tæknisstjóri Mercedes. „Við heyrðum undir lok keppninnar að loftþrýstingur í dekkjum hefði verið skoðaður og við höfum verið boðaðir til dómaranna. Það sem ég veit um þetta er að mestu komið úr slúðri á þjónustusvæðinu. „Ég get ekki tjáð mig um þetta. Ég veit ekkert um þetta og vissi ekki af þessu,“ sagði Hamilton, aðspurður um loftþrýstinginn í öðru afturdekki bílsins. Hann var 0,3 psi undir ráðleggingum Pirelli. „Það er ekki mitt að passa þrýstinginn. Liðið hefur staðið sig vel alla helgina. Formúla 1 snýst um að kreista allt út úr sér og bílnum. Meira get ég ekki sagt, ég er ekki búinn að hitta neinn,“ bætti Hamilton við.Valtteri Bottas kom í mark í fjórða sæti. Hann gæti þó orðið þriðji.Vísir/GettyPirelli hefur völd til að setja reglur um lágmarksloftþrýsting og fleira. Brot á slíkum reglum jafnast á við brot á öðrum tæknireglum. Hamilton eða Mercedes gætu þurft að sæta refsingu fyrir vikið. Refsingin gæti falið í sér að einhverjum tíma yrði bætt við heildarkeppnistíma Hamilton og því hvatti Mercedes Hamilton til að gefa allt í botn undir lok keppninnar.Nánar verður fylgst með framvindu þessa máls hér á Vísi. „Helgin í heild er búin að vera afar erfið. Það var vandamál með undirvagninn sem gerði það að verkum að ég þurfti að nota gömlu vélina sem sprakk svo í lokin,“ sagði Nico Rosberg sem datt úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. „Þetta var góður dagur, ég hélt aðeins niður í mér andanum á síðasta hring þegar ökumennirnir okkar börðust á brautinni. Við leyfðum þeim að keppa,“ sagði Pat Symonds tæknistjóri Williams. „Ég býst við að ef til refsingar kemur verður hún hörð. Það er almennt hart tekið á brotum á tæknilegum reglum, þetta er líka öryggisatriði. Brottvísun úr keppni er refsingin sem notuð er í þessum tilfellum eftir minni reynslu,“ bætti Symonds við. „Ég held að loftþrýstingurin hafi verið athugaður á ráslínunni. FIA notar sinn mælir til að mæla svona. Þetta er öryggisatriði og það þýðir brottvísun,“ sagði Rob Smedley frammistöðustjóri Williams. „Ég hefði viljað ná honum undir lokin og hefði hugsanlega getað það hefðu verið nokkrir hringir í viðbót. Það er miklu skemmtilegra að vera á verðlaunapallinum en vera fjórði,“ sagði Valtteri Bottas sem er fjórði eins og er.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes í sérflokki á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar á báðum æfingum. Bilið milli þeirra var nánast ekkert á seinni æfingunni. 4. september 2015 21:30 Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 6. september 2015 12:50 Raikkonen: Við komum sjálfum okkur á óvart Lewis Hamilton náði nokkuð öruggum ráspól á Moza í dag. Það er hans sjöundi í röð. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 5. september 2015 16:45 Lewis Hamilton á ráspól á Monza Lewis Hamilton var fljótastur á Mercedes bílnum og náði sínum sjöunda ráspól í röð. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð þriðji. 5. september 2015 12:47 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mercedes í sérflokki á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar á báðum æfingum. Bilið milli þeirra var nánast ekkert á seinni æfingunni. 4. september 2015 21:30
Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 6. september 2015 12:50
Raikkonen: Við komum sjálfum okkur á óvart Lewis Hamilton náði nokkuð öruggum ráspól á Moza í dag. Það er hans sjöundi í röð. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 5. september 2015 16:45
Lewis Hamilton á ráspól á Monza Lewis Hamilton var fljótastur á Mercedes bílnum og náði sínum sjöunda ráspól í röð. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð þriðji. 5. september 2015 12:47