Affallið alltaf gott á haustin Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2015 09:22 Flott veiði af bökkum Þverár í Fljótshlíð Veiðin í Affallinu hefur verið með ágætum í sumar og er áin rétt að detta yfir 400 laxa en á þó besta tímann inni. Göngur í Affall í Landeyjum hafa verið góðar í sumar og þeir veiðimenn sem hafa verið í ánni tala um að nóg sé af laxi í hyljum hennar. Það sem helst hafi haldið aftur af veiði suma dagana er þegar það gengur á með hvössum vind en það hefur gert mönnum erfitt fyrir þegar vindhviðurnar gera fluguveiði að engu. Veiðitalan í ánni gæti því vel verið mun hærri en hún er og fái þeir sem eiga daga í henni í haust fallegt og gott haustveður getur allt gerst við ánna. Affallinu er haldið uppi með seiðasleppingum eins og bæði Ytri- og Eystri Rangá og í takt við þær fær hún sterkar göngur síðla sumars. Þegar þetta gerðist síðast árið 2010 veiddust yfir 1000 laxar í ánni sem er met í henni. Þverá í Fljótshlíð er svipuð og Affallið, það er að segja henni er haldið uppi af gönguseiðasleppingum, og þar hefur veiðin einnig verið með ágætum í sumar en þar eru komnir yfir 200 laxar á land og mikið af laxi liggur í henni, sérstaklega í hyljunum í kringum sleppitjarnirnar. Leyfin í báðar árnar eru frekar ódýr og veiðivon góð en Affallið er að mestu uppselt samkvæmt upplýsingum frá leigutaka en stakir dagar á stangli í Þverá. Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði
Veiðin í Affallinu hefur verið með ágætum í sumar og er áin rétt að detta yfir 400 laxa en á þó besta tímann inni. Göngur í Affall í Landeyjum hafa verið góðar í sumar og þeir veiðimenn sem hafa verið í ánni tala um að nóg sé af laxi í hyljum hennar. Það sem helst hafi haldið aftur af veiði suma dagana er þegar það gengur á með hvössum vind en það hefur gert mönnum erfitt fyrir þegar vindhviðurnar gera fluguveiði að engu. Veiðitalan í ánni gæti því vel verið mun hærri en hún er og fái þeir sem eiga daga í henni í haust fallegt og gott haustveður getur allt gerst við ánna. Affallinu er haldið uppi með seiðasleppingum eins og bæði Ytri- og Eystri Rangá og í takt við þær fær hún sterkar göngur síðla sumars. Þegar þetta gerðist síðast árið 2010 veiddust yfir 1000 laxar í ánni sem er met í henni. Þverá í Fljótshlíð er svipuð og Affallið, það er að segja henni er haldið uppi af gönguseiðasleppingum, og þar hefur veiðin einnig verið með ágætum í sumar en þar eru komnir yfir 200 laxar á land og mikið af laxi liggur í henni, sérstaklega í hyljunum í kringum sleppitjarnirnar. Leyfin í báðar árnar eru frekar ódýr og veiðivon góð en Affallið er að mestu uppselt samkvæmt upplýsingum frá leigutaka en stakir dagar á stangli í Þverá.
Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði