Þúsund bílar í fyrsta skipti hjá KIA Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2015 08:45 Inga Rún Long Bjarnadóttir tekur við Kia bíl númer 1.000 frá Sveini Kristjánssyni, sölufulltrúa hjá Öskju. Þúaundasti nýskráði Kia bíllinn á árinu var afhentur hjá Öskju á föstudag. Það var Inga Rún Long Bjarnadóttir sem fékk bíl númer 1000 sem er af gerðinni Kia Rio en það er söluhæsta gerðin hjá Kia á Íslandi og um leið hjá Bílaumboðinu Öskju. ,,Þetta eru stór og ánægjuleg tímamót fyrir Kia og Öskju því þetta er í fyrsta skipti sem við náum að skrá þúsund Kia bíla á einu ári. Og það er gaman að ná að afhenda 1000. Kia bíl ársins 2015 í lok ágúst og enn eru fjórir mánuðir eftir af árinu. Við erum ákaflega ánægð með þennan góða árangur," segir Þorgeir Pálsson sölustjóri Kia hjá Öskju. Sala á Kia hefur gengið mjög vel á Íslandi undanfarin ár og nú ár er Kia annað mest selda merkið á landinu á eftir Toyota. Kia er með tæplega 9,5% markaðshlutdeild, þá hæstu hjá Kia í Evrópu. ,,Það spilar margt inn í þennan góða árangur. Kia bílarnir þykja fallega hannaðir með lipra og góða aksturseiginleika auk þess að vera mjög sparneytnir og umhverfismildir. Þá er 7 ára ábyrgðin mjög sterk en enginn bílaframleiðandi í heiminum í dag býður svo langa ábyrgð á bílum sínum. Loks er endursala þeirra frábær sem skiptir miklu máli," segir Þorgeir. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Þúaundasti nýskráði Kia bíllinn á árinu var afhentur hjá Öskju á föstudag. Það var Inga Rún Long Bjarnadóttir sem fékk bíl númer 1000 sem er af gerðinni Kia Rio en það er söluhæsta gerðin hjá Kia á Íslandi og um leið hjá Bílaumboðinu Öskju. ,,Þetta eru stór og ánægjuleg tímamót fyrir Kia og Öskju því þetta er í fyrsta skipti sem við náum að skrá þúsund Kia bíla á einu ári. Og það er gaman að ná að afhenda 1000. Kia bíl ársins 2015 í lok ágúst og enn eru fjórir mánuðir eftir af árinu. Við erum ákaflega ánægð með þennan góða árangur," segir Þorgeir Pálsson sölustjóri Kia hjá Öskju. Sala á Kia hefur gengið mjög vel á Íslandi undanfarin ár og nú ár er Kia annað mest selda merkið á landinu á eftir Toyota. Kia er með tæplega 9,5% markaðshlutdeild, þá hæstu hjá Kia í Evrópu. ,,Það spilar margt inn í þennan góða árangur. Kia bílarnir þykja fallega hannaðir með lipra og góða aksturseiginleika auk þess að vera mjög sparneytnir og umhverfismildir. Þá er 7 ára ábyrgðin mjög sterk en enginn bílaframleiðandi í heiminum í dag býður svo langa ábyrgð á bílum sínum. Loks er endursala þeirra frábær sem skiptir miklu máli," segir Þorgeir.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent