Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. ágúst 2015 13:38 Íslensku strákarnir. Vísir/Facebook-síða mótsins „Ég er bara ljómandi góður eftir þennan leik, það var þung stemming í gær eftir tapið en það var mikil ánægja í klefanum áðan,“ sagði Sigursteinn Arndal, aðstoðarþjálfari íslenska U19 árs landsliðsins í handbolta, sæll er Vísir heyrði í honum í Rússlandi. „Við ætluðum okkur í úrslitin en strákarnir svöruðu fyrir gærdaginn hérna áðan. Þeir voru mjög einbeittir á þetta verkefni og þeir leystu það frábærlega.“ Strákarnir lentu í erfiðum riðli en töpuðu aðeins einum leik á mótinu. „Við komum úr neðsta styrkleikaflokki í riðlakeppnina en náum að vinna riðilinn og um leið og þú kemst í útslattarkeppni stefniru alltaf einu lengra,“ sagði Sigursteinn sem var ánægður með stuðninginn frá Íslandi. „Strákarnir voru ánægðir að sjá allan stuðninginn en á sama tíma meðvitaðir að það væri aukin pressa á þeim. Það var hluti af undirbúningnum í dag að rifja það upp að eftir tuttugu sigurleiki í röð væru margir spenntir fyrir því að sjá viðbrögð liðsins eftir tapleik en þeir leystu það eins og sannir sigurvegarar.“ Sigurinn í dag var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. Komst munurinn þegar mest var upp í átta mörk en spænska liðið komst um tíma hvorki lönd né strönd gegn íslensku vörninni. „Leikurinn í dag minnti á margan hátt á leikinn gegn Slóvenum í gær. Við spiluðum frábæra vörn í 45 mínútur í gær en náðum að gera það allan leikinn í dag. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum bronshöfunum frá síðasta EM, Spánverjum á síðasta mánuði og við höfum unnið alla leikina.“ Sigursteinn var afar stoltur af því hvernig strákarnir brugðust við tapinu í gær. „Þetta er einstakur hópur, þeir taka ótrúlega vel allir tilsögnum og vinnusemin í þessum strákum er til fyrirmyndar. Það er ofsalega gaman að þjálfa svona góða stráka sem eru með markmið og gefa allt í að reyna að ná þeim,“ sagði Sigursteinn en liðið hefur eytt stærstum hluta sumarsins saman að æfa til undirbúnings fyrir mótið. „Þetta brýnir þá vonandi bara meir fyrir næstu verkefni því við getum ennþá bætt okkur og náð betri árangri.“ Sigursteinn sem sagði að það yrði fagnað eitthvað á eftir en liðið flýgur heim í nótt. „Við ætlum að njóta kvöldsins saman og svo erum við á förum klukkan tvö í nótt. Við fáum okkur vel að borða og njóta stundarinnar í kvöld en fyrst mætum við á verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleikinn.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Ég er bara ljómandi góður eftir þennan leik, það var þung stemming í gær eftir tapið en það var mikil ánægja í klefanum áðan,“ sagði Sigursteinn Arndal, aðstoðarþjálfari íslenska U19 árs landsliðsins í handbolta, sæll er Vísir heyrði í honum í Rússlandi. „Við ætluðum okkur í úrslitin en strákarnir svöruðu fyrir gærdaginn hérna áðan. Þeir voru mjög einbeittir á þetta verkefni og þeir leystu það frábærlega.“ Strákarnir lentu í erfiðum riðli en töpuðu aðeins einum leik á mótinu. „Við komum úr neðsta styrkleikaflokki í riðlakeppnina en náum að vinna riðilinn og um leið og þú kemst í útslattarkeppni stefniru alltaf einu lengra,“ sagði Sigursteinn sem var ánægður með stuðninginn frá Íslandi. „Strákarnir voru ánægðir að sjá allan stuðninginn en á sama tíma meðvitaðir að það væri aukin pressa á þeim. Það var hluti af undirbúningnum í dag að rifja það upp að eftir tuttugu sigurleiki í röð væru margir spenntir fyrir því að sjá viðbrögð liðsins eftir tapleik en þeir leystu það eins og sannir sigurvegarar.“ Sigurinn í dag var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. Komst munurinn þegar mest var upp í átta mörk en spænska liðið komst um tíma hvorki lönd né strönd gegn íslensku vörninni. „Leikurinn í dag minnti á margan hátt á leikinn gegn Slóvenum í gær. Við spiluðum frábæra vörn í 45 mínútur í gær en náðum að gera það allan leikinn í dag. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum bronshöfunum frá síðasta EM, Spánverjum á síðasta mánuði og við höfum unnið alla leikina.“ Sigursteinn var afar stoltur af því hvernig strákarnir brugðust við tapinu í gær. „Þetta er einstakur hópur, þeir taka ótrúlega vel allir tilsögnum og vinnusemin í þessum strákum er til fyrirmyndar. Það er ofsalega gaman að þjálfa svona góða stráka sem eru með markmið og gefa allt í að reyna að ná þeim,“ sagði Sigursteinn en liðið hefur eytt stærstum hluta sumarsins saman að æfa til undirbúnings fyrir mótið. „Þetta brýnir þá vonandi bara meir fyrir næstu verkefni því við getum ennþá bætt okkur og náð betri árangri.“ Sigursteinn sem sagði að það yrði fagnað eitthvað á eftir en liðið flýgur heim í nótt. „Við ætlum að njóta kvöldsins saman og svo erum við á förum klukkan tvö í nótt. Við fáum okkur vel að borða og njóta stundarinnar í kvöld en fyrst mætum við á verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleikinn.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti