100 ára Ford Model-T í 5.600 km bíltúr Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2015 09:34 Fyrir réttum 100 árum lagði hinn 21 árs Edsel Ford upp í 5.600 km ferð milli Detroit og San Francisco á Ford Model-T bíl og komst alla leið. Í tilefni stórafmælis þessa viðburðar tók fornbílaklúbbur einn í Bandaríkjunum sig til og ók þessa sömu leið á nákvæmlega eins bíl. Ferðin gekk svo til klakklaust fyrir sig og ekkert bilaði í bílnum, en einu sinni sprakk dekk á leiðinni. Ford Model-T bíllinn sem valinn var til fararinnar var einmitt af árgerðinni 1915, rétt eins og Edsel Ford ók á er hann skrapp sömu leið til að ná í tæka tíð á stóra vörusýningu í San Francisco. Eitthvað voru vegirnir verri er hann hélt í þessa för sína árið 1915 og því má búast við að ferðin hafi verið minna afrek nú. Þó var lagt sig í líma við að finna malarvegi á leiðinni og langt var frá því að farin hafi verið stysta leið og leitast við að fara sem næst sömu leið og Edsel fór. Oftast var ferðast um á 30-50 km hraða og því tók ferðin dágóðan tíma. Mjög heitt var í veðri og hitinn átti til að nálgast 40 gráðurnar, en opinn T-Fordinn var heppilegur til aksturs í slíkum hita og vindurinn lék um farþega í opnum bílnum, þeim til kælingar. Sjá má T-Fordinn taka lokasprettinn við komuna til San Francisco í mynbdskeiðinu hér að ofan. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Fyrir réttum 100 árum lagði hinn 21 árs Edsel Ford upp í 5.600 km ferð milli Detroit og San Francisco á Ford Model-T bíl og komst alla leið. Í tilefni stórafmælis þessa viðburðar tók fornbílaklúbbur einn í Bandaríkjunum sig til og ók þessa sömu leið á nákvæmlega eins bíl. Ferðin gekk svo til klakklaust fyrir sig og ekkert bilaði í bílnum, en einu sinni sprakk dekk á leiðinni. Ford Model-T bíllinn sem valinn var til fararinnar var einmitt af árgerðinni 1915, rétt eins og Edsel Ford ók á er hann skrapp sömu leið til að ná í tæka tíð á stóra vörusýningu í San Francisco. Eitthvað voru vegirnir verri er hann hélt í þessa för sína árið 1915 og því má búast við að ferðin hafi verið minna afrek nú. Þó var lagt sig í líma við að finna malarvegi á leiðinni og langt var frá því að farin hafi verið stysta leið og leitast við að fara sem næst sömu leið og Edsel fór. Oftast var ferðast um á 30-50 km hraða og því tók ferðin dágóðan tíma. Mjög heitt var í veðri og hitinn átti til að nálgast 40 gráðurnar, en opinn T-Fordinn var heppilegur til aksturs í slíkum hita og vindurinn lék um farþega í opnum bílnum, þeim til kælingar. Sjá má T-Fordinn taka lokasprettinn við komuna til San Francisco í mynbdskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent