Órólega deildin í Syriza stofnar nýjan flokk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2015 10:15 Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, fer fyrir hinum nýja flokki. Vísir/AP Hópur þingmanna úr Syriza-flokknum í Grikklandi hefur stofnað nýjan flokk. Leiðtogi flokksins er harður andstæðingur harður andstæðingur þeirra aðgerða sem gríska ríkið hefur farið út í vegna samninga við lánveitendur sína. Líklegt þykir að boðað verði til kosninga í Grikklandi í kjölfar þess að forsætisráðherra landsins sagði af sér í gær. Fjölmiðlar í Grikklandi greina frá því að 25 þingmenn Siryza, sem fór með völd þangað til í gær, muni ganga til liðs við nýja flokkinn sem ber nafnið Laiki Enotita. Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, mun leiða hinn nýstofnaða flokk en hann barðist hatrammlega gegn þeim samningum sem Grikkland gerði nýverið við lánveitendur sína. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Yanis Varoufakis, er ekki á meðal stofnmeðlima flokksins. Lafazanis sagði í umræðum um samkomulag gríska ríkisins við lánveitendur sína sem fól í sér að Grikkland myndi fá neyðarlán sem hljóðaði upp á allt að 86 milljarða evru að hann væri harðákveðinn í því að „brjóta niður einræði evrusvæðisins“.Þingkosningar líklega haldnar í september. Forsætisráðherra og leiðtogi Syriza-flokksins, sagði af sér í gær og boðaði til kosninga eftir að hann missti stuðning fjölda sinna eigin þingmanna þegar kom því að styðja þær aðgerðir sem gríska ríkið hafði samþykkt að fara út í vegna nýs neyðarláns frá Evrópu. Siryza fékk 149 sæti af 300 þingsætum í síðustu þingkosningum sem fram fóru í janúar. Hinn nýstofnaði flokkur verður sá þriðji stærsti á þinginu en Vangelis Meimarakis, formaður Nea Demokratika sem er næststærsti flokkurinn á þinginu, hefur fengið stjórnarmyndunarumboð. Búist er við að honum takist ekki að mynda stjórn og boðað verði til kosninga, líklega um miðjan september. Grikkland Tengdar fréttir Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46 Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37 Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42 Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55 Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Hópur þingmanna úr Syriza-flokknum í Grikklandi hefur stofnað nýjan flokk. Leiðtogi flokksins er harður andstæðingur harður andstæðingur þeirra aðgerða sem gríska ríkið hefur farið út í vegna samninga við lánveitendur sína. Líklegt þykir að boðað verði til kosninga í Grikklandi í kjölfar þess að forsætisráðherra landsins sagði af sér í gær. Fjölmiðlar í Grikklandi greina frá því að 25 þingmenn Siryza, sem fór með völd þangað til í gær, muni ganga til liðs við nýja flokkinn sem ber nafnið Laiki Enotita. Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, mun leiða hinn nýstofnaða flokk en hann barðist hatrammlega gegn þeim samningum sem Grikkland gerði nýverið við lánveitendur sína. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Yanis Varoufakis, er ekki á meðal stofnmeðlima flokksins. Lafazanis sagði í umræðum um samkomulag gríska ríkisins við lánveitendur sína sem fól í sér að Grikkland myndi fá neyðarlán sem hljóðaði upp á allt að 86 milljarða evru að hann væri harðákveðinn í því að „brjóta niður einræði evrusvæðisins“.Þingkosningar líklega haldnar í september. Forsætisráðherra og leiðtogi Syriza-flokksins, sagði af sér í gær og boðaði til kosninga eftir að hann missti stuðning fjölda sinna eigin þingmanna þegar kom því að styðja þær aðgerðir sem gríska ríkið hafði samþykkt að fara út í vegna nýs neyðarláns frá Evrópu. Siryza fékk 149 sæti af 300 þingsætum í síðustu þingkosningum sem fram fóru í janúar. Hinn nýstofnaði flokkur verður sá þriðji stærsti á þinginu en Vangelis Meimarakis, formaður Nea Demokratika sem er næststærsti flokkurinn á þinginu, hefur fengið stjórnarmyndunarumboð. Búist er við að honum takist ekki að mynda stjórn og boðað verði til kosninga, líklega um miðjan september.
Grikkland Tengdar fréttir Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46 Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37 Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42 Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55 Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46
Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37
Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42
Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55
Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00