Bretar kaupa 2.000 Mustang bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 12:46 Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Ford Mustang bílsins er hann einnig framleiddur með stýrið hægra megin og það ætla Bretar sannarlega að nýta sér. Frá því Ford hóf að taka niður pantanir í bílinn í janúar hafa einir 2.000 íbúar í Bretlandi pantað eintak af honum. Ný kynslóð Ford Mustang var kynnt í fyrra, sú sjötta í röðinni, og Bretar virðast afar ginkeyptir fyrir bílnum, en kannski er það aðallega sveltið á honum gegnum árin með stýrið hægra megin sem skýrir vinsældirnar. Bíllinn kostar frá 29.995 pundum í Bretlandi, eða 6 milljónir króna. Sú gerð hans er með 2,3 lítra og 317 hestafla EcoBoost vélinni. Um 70% kaupenda hans í Bretlandi hafa þó valið 416 hestafla útfærslu hans með 5,0 lítra V8 vélinni, en hann kostar 33.995 pund. Ríflega helmingur kaupenda, eða 55%, velja bílinn með 6 gíra sjálfskiptingu og 45% kaupenda með 6 gíra beinskiptingu. Enn hefur þó enginn Breti fengið afhentan bíl sinn, en framleiðsla bílsins með stýrið hægra megin er þó hafin í Flatrock verksmiðjunni í Michigan. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent
Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Ford Mustang bílsins er hann einnig framleiddur með stýrið hægra megin og það ætla Bretar sannarlega að nýta sér. Frá því Ford hóf að taka niður pantanir í bílinn í janúar hafa einir 2.000 íbúar í Bretlandi pantað eintak af honum. Ný kynslóð Ford Mustang var kynnt í fyrra, sú sjötta í röðinni, og Bretar virðast afar ginkeyptir fyrir bílnum, en kannski er það aðallega sveltið á honum gegnum árin með stýrið hægra megin sem skýrir vinsældirnar. Bíllinn kostar frá 29.995 pundum í Bretlandi, eða 6 milljónir króna. Sú gerð hans er með 2,3 lítra og 317 hestafla EcoBoost vélinni. Um 70% kaupenda hans í Bretlandi hafa þó valið 416 hestafla útfærslu hans með 5,0 lítra V8 vélinni, en hann kostar 33.995 pund. Ríflega helmingur kaupenda, eða 55%, velja bílinn með 6 gíra sjálfskiptingu og 45% kaupenda með 6 gíra beinskiptingu. Enn hefur þó enginn Breti fengið afhentan bíl sinn, en framleiðsla bílsins með stýrið hægra megin er þó hafin í Flatrock verksmiðjunni í Michigan.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent