Forveri strumpastrætóanna Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 14:09 Þessi fágæti bíll er einn af 9 sem smíðaðir voru af Scarab Motor Car Company á árunum 1934 til 1939, en aðeins 5 þeirra eru ennþá til. Segja má að þessi bíll sé forveri „Minivan“-bilanna, en hugsunin bak við smíði hans er sú sama, einkabíll sem tekur marga farþega og vel á að fara um þá. Eigandi Scarab var William Bushnell Stout og heitir bíllinn eftir honum, eða Scarab Stout. Bushnell var merkilegur verkfræðingur sem leiddi meðal annars Packard bílafyrirtækið, hannaði Ford Tri-Motor flugvélarnar og kom á fyrsta áætlunarflugi í Bandaríkjunum. Scarab Stout var sannarlega óvenjulegur bíll og langt á undan sinni samtíð. Hann var handsmíðaður og bæði grind og ytra birði bílsins var úr áli, eins og svo margir bílar eru í dag. Í honum voru niðurfellanleg borð og breyta mátti sætisskipan bílsins. Þessi bíll var langt frá því ódýr en hann kostaði 5.000 dollara á sínum tíma, sem svarar til 90.000 dollara í dag. Því voru kaupendur hans efnað fólk. Þetta tiltekna eintak bílsins var í eigu Wrigleys fjölskyldunnar sem efnaðist á sölu tyggigúmmís. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent
Þessi fágæti bíll er einn af 9 sem smíðaðir voru af Scarab Motor Car Company á árunum 1934 til 1939, en aðeins 5 þeirra eru ennþá til. Segja má að þessi bíll sé forveri „Minivan“-bilanna, en hugsunin bak við smíði hans er sú sama, einkabíll sem tekur marga farþega og vel á að fara um þá. Eigandi Scarab var William Bushnell Stout og heitir bíllinn eftir honum, eða Scarab Stout. Bushnell var merkilegur verkfræðingur sem leiddi meðal annars Packard bílafyrirtækið, hannaði Ford Tri-Motor flugvélarnar og kom á fyrsta áætlunarflugi í Bandaríkjunum. Scarab Stout var sannarlega óvenjulegur bíll og langt á undan sinni samtíð. Hann var handsmíðaður og bæði grind og ytra birði bílsins var úr áli, eins og svo margir bílar eru í dag. Í honum voru niðurfellanleg borð og breyta mátti sætisskipan bílsins. Þessi bíll var langt frá því ódýr en hann kostaði 5.000 dollara á sínum tíma, sem svarar til 90.000 dollara í dag. Því voru kaupendur hans efnað fólk. Þetta tiltekna eintak bílsins var í eigu Wrigleys fjölskyldunnar sem efnaðist á sölu tyggigúmmís.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent