Toyota að hefja aftur framleiðslu í Tianjin Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2015 14:56 Brunnir bílar í Tianjin. Loka þurfti bílaverksmiðju Toyota í hafnarborginni Tianjin í Kína í kjölfar gríðarstórrar sprengingar sem urðu þar 12. ágúst. Verkamenn munu mæta til vinnu á morgun og undirbúa opnun verksmiðjunnar á föstudag. Aðspurðir sögðu forsvarsmenn Toyota að ekki hafi enn verið teknar ákavarðanir um hvort unnin verði yfirvinna til að mæta þeirri framleiðsluminnkun sem varð við stöðvun verksmiðjunnar, en ágætar birgðir Toyota gætu gert það að verkum að ekki þurfi að bregðast við með þeim hætti. Í sprengingunni í Tianjin dóu 123 og 67 starfsmenn verksmiðju Toyota slösuðust í henni. Ennfremur skemmdust 4.700 Toyota og Lexus bílar í þessari miklu sprengingu sem vart á sér fordæmi. Sala Toyota bíla verður líklega ekki fyrir miklum áföllum við þessa lokun, sem brátt verður þó afstaðin. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent
Loka þurfti bílaverksmiðju Toyota í hafnarborginni Tianjin í Kína í kjölfar gríðarstórrar sprengingar sem urðu þar 12. ágúst. Verkamenn munu mæta til vinnu á morgun og undirbúa opnun verksmiðjunnar á föstudag. Aðspurðir sögðu forsvarsmenn Toyota að ekki hafi enn verið teknar ákavarðanir um hvort unnin verði yfirvinna til að mæta þeirri framleiðsluminnkun sem varð við stöðvun verksmiðjunnar, en ágætar birgðir Toyota gætu gert það að verkum að ekki þurfi að bregðast við með þeim hætti. Í sprengingunni í Tianjin dóu 123 og 67 starfsmenn verksmiðju Toyota slösuðust í henni. Ennfremur skemmdust 4.700 Toyota og Lexus bílar í þessari miklu sprengingu sem vart á sér fordæmi. Sala Toyota bíla verður líklega ekki fyrir miklum áföllum við þessa lokun, sem brátt verður þó afstaðin.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent