Renault nálgast kaup á hlut í Force India Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2015 16:02 Formula 1 bíll Force India. Renault bílaframleiðandinn á í viðræðum við Force India liðið um kaup á ráðandi hlut í liðinu. Alan Prost, sem vinnur nú fyrir Renault, hefur átt nokkra fundi með Force India og þar hefur hann lýst áhuga Renault á að smíða bíl fyrir liðið, eiga ráðandi hlut í því en ekki eignast það að fullu. Stjórn Force India vegur nú og metur stöðuna og þar á bæ ætti mönnum að hugnast svo öflugur liðsfélagi. Renault stendur nú á krossgötum í Formúlunni en samningur fyrirtækisins um útvegun véla fyrir Red Bull og Toro Rosso er á enda við lok næsta tímabils. Ekki hefur reyndar gengið vel hjá þessum liðum á yfirstandandi keppnistímabili og því þykir líklegt að sá samningur verði ekki endurnýjaður. Renault átti eitt sinn Lotus liðið í Formúlu 1 og þótti líklegt að Renault hafi haft áhuga á því að eignast það aftur, en með þessum fréttum þykir það ólíklegra. Einnig hafði heyrst að Renault hefði jafnvel hug á því að yfirgefa Formúlu 1 alveg og halla sér að Formula E mótaröðinni þar sem keppt er á rafmagnsbílum. Hvar Renault ber niður er óljóst, en forvitnilegt verður að sjá ákvörðun þess. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent
Renault bílaframleiðandinn á í viðræðum við Force India liðið um kaup á ráðandi hlut í liðinu. Alan Prost, sem vinnur nú fyrir Renault, hefur átt nokkra fundi með Force India og þar hefur hann lýst áhuga Renault á að smíða bíl fyrir liðið, eiga ráðandi hlut í því en ekki eignast það að fullu. Stjórn Force India vegur nú og metur stöðuna og þar á bæ ætti mönnum að hugnast svo öflugur liðsfélagi. Renault stendur nú á krossgötum í Formúlunni en samningur fyrirtækisins um útvegun véla fyrir Red Bull og Toro Rosso er á enda við lok næsta tímabils. Ekki hefur reyndar gengið vel hjá þessum liðum á yfirstandandi keppnistímabili og því þykir líklegt að sá samningur verði ekki endurnýjaður. Renault átti eitt sinn Lotus liðið í Formúlu 1 og þótti líklegt að Renault hafi haft áhuga á því að eignast það aftur, en með þessum fréttum þykir það ólíklegra. Einnig hafði heyrst að Renault hefði jafnvel hug á því að yfirgefa Formúlu 1 alveg og halla sér að Formula E mótaröðinni þar sem keppt er á rafmagnsbílum. Hvar Renault ber niður er óljóst, en forvitnilegt verður að sjá ákvörðun þess.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent