Gamla metið slegið tvöfalt Karl Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2015 09:00 Nýjar tölur komu frá Landssambandi Veiðifélaga í gærkvöldi og þar sést að veiðin heldur áfram að vera aldeilis frábær. Gamla metið yfir hæstu veiði í sjálfbærri á var í Þverá og Kjarrá frá árinu 2005 þegar 4.165 laxar veiddust en þegar nýji listinn er skoðaður sést að núna hafa tvær ár stokkið yfir þetta met og var Blanda fyrst til að gera það en Miðfjarðará er núna komin yfir það líka enda hefur mokveiðst í ánum eins og tölurnar gefa til kynna en vikuveiðin í liðinni viku í Miðfjarðará var til að mynda 742 laxar. Blanda stóð í 4303 löxum í gær og situr í þriðja sæti listans á eftir Miðfjarðará sem er með 4445 laxa og þar á ennþá eftir að veiða í tæpan mánuð í viðbót. Það er því löngu ljóst að allar spár um meðalveiði í sumar eru foknar út í veður og vind. Ytri Rangá situr á toppnum á listanum með 4909 laxa en þar er ennþá mokveiði og stórar göngur að mæta í ánna. Þegar rýnt er í listann sést að flestar árnar á honum eru að eiga miklu betra sumar en venjulegt getur talist og samanburður milli ára verður eiginlega hlægilegur því það átti í raun engin von á því að eftir aflabrestinn í fyrra að það kæmi svona svakalega gott ár strax á eftir. Veiðin hefur aðeins minnkað víða enda er það ekkert skrítið þar sem september er í nánd en samt sem áður er ennþá lax að ganga víða og árnar eiga því töluvert inni og það er ekkert ólíklegt að fleiri met falli. Þegar það er talað um minnkandi veiði þá er samt í raun svo lítil minnkun að það tekur því varla að nefna það. Eins hefur veður gert veiðimönnum erfitt fyrir, sérstaklega í Borgarfjarðaránum. Þau met sem þegar eru fallin er t.d. í Svalbarðsá og Jöklu og nokkrar ár til viðbótar gæla við met. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði
Nýjar tölur komu frá Landssambandi Veiðifélaga í gærkvöldi og þar sést að veiðin heldur áfram að vera aldeilis frábær. Gamla metið yfir hæstu veiði í sjálfbærri á var í Þverá og Kjarrá frá árinu 2005 þegar 4.165 laxar veiddust en þegar nýji listinn er skoðaður sést að núna hafa tvær ár stokkið yfir þetta met og var Blanda fyrst til að gera það en Miðfjarðará er núna komin yfir það líka enda hefur mokveiðst í ánum eins og tölurnar gefa til kynna en vikuveiðin í liðinni viku í Miðfjarðará var til að mynda 742 laxar. Blanda stóð í 4303 löxum í gær og situr í þriðja sæti listans á eftir Miðfjarðará sem er með 4445 laxa og þar á ennþá eftir að veiða í tæpan mánuð í viðbót. Það er því löngu ljóst að allar spár um meðalveiði í sumar eru foknar út í veður og vind. Ytri Rangá situr á toppnum á listanum með 4909 laxa en þar er ennþá mokveiði og stórar göngur að mæta í ánna. Þegar rýnt er í listann sést að flestar árnar á honum eru að eiga miklu betra sumar en venjulegt getur talist og samanburður milli ára verður eiginlega hlægilegur því það átti í raun engin von á því að eftir aflabrestinn í fyrra að það kæmi svona svakalega gott ár strax á eftir. Veiðin hefur aðeins minnkað víða enda er það ekkert skrítið þar sem september er í nánd en samt sem áður er ennþá lax að ganga víða og árnar eiga því töluvert inni og það er ekkert ólíklegt að fleiri met falli. Þegar það er talað um minnkandi veiði þá er samt í raun svo lítil minnkun að það tekur því varla að nefna það. Eins hefur veður gert veiðimönnum erfitt fyrir, sérstaklega í Borgarfjarðaránum. Þau met sem þegar eru fallin er t.d. í Svalbarðsá og Jöklu og nokkrar ár til viðbótar gæla við met.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði