Jeep Cherokee fær 707 hestafla Hellcat vél Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2015 12:40 Jeep Cherokee SRT eröflugur jeppi en Jeep Cherokee Hellcat verður mun öflugri. Orðrómur hefur verið um það lengi að Chrysler fyrirtækið hyggist bjóða Jeep Grand Cherokee með sömu 707 hestafla Hellcat vél og fá má í Dodge Challenger og Charger bílunum. Það virðist hafa verið staðfest í vikunni og Jeep er þegar búið að smíða eintak af slíkum bíl og til stendur að sýna hann á árlegu ráðstefnu Chrysler bílasala í Las Vegas á næstu dögum. Allar líkur eru því á því að bíllinn verði framleiddur og fái hið langa nafn Jeep Grand Cherokee Trackhawk. Hann á að vera 3,5 sekúndur í hundraðið og er slíkt fáheyrt meðal jeppa. Hann hefur það framyfir Challenger og Charger að vera fjórhjóladrifinn og heyrst hefur að hann sé sneggri en þeir þrátt fyrir meiri þyngd og ná sprettinum í hundrað á 2,7 sekúndum, en það hljómar harla ólíklegt. Á þessari árlegu ráðstefni stendur til að kynna marga nýja bíla, svo sem nýjan Jeep Wagoneer, Plug-In-Hybrid Chrysler Town og Country minivan, Dodge Dart GLH og nýjan Ram pallbíl. Auk þess verður nýr Dodge Charger sýndur og á hann að bera útlitseinkenni tilraunabíls frá Dodge sem framleiddur var rétt fyrir síðustu aldamót. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Orðrómur hefur verið um það lengi að Chrysler fyrirtækið hyggist bjóða Jeep Grand Cherokee með sömu 707 hestafla Hellcat vél og fá má í Dodge Challenger og Charger bílunum. Það virðist hafa verið staðfest í vikunni og Jeep er þegar búið að smíða eintak af slíkum bíl og til stendur að sýna hann á árlegu ráðstefnu Chrysler bílasala í Las Vegas á næstu dögum. Allar líkur eru því á því að bíllinn verði framleiddur og fái hið langa nafn Jeep Grand Cherokee Trackhawk. Hann á að vera 3,5 sekúndur í hundraðið og er slíkt fáheyrt meðal jeppa. Hann hefur það framyfir Challenger og Charger að vera fjórhjóladrifinn og heyrst hefur að hann sé sneggri en þeir þrátt fyrir meiri þyngd og ná sprettinum í hundrað á 2,7 sekúndum, en það hljómar harla ólíklegt. Á þessari árlegu ráðstefni stendur til að kynna marga nýja bíla, svo sem nýjan Jeep Wagoneer, Plug-In-Hybrid Chrysler Town og Country minivan, Dodge Dart GLH og nýjan Ram pallbíl. Auk þess verður nýr Dodge Charger sýndur og á hann að bera útlitseinkenni tilraunabíls frá Dodge sem framleiddur var rétt fyrir síðustu aldamót.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent