Íslenskur forritari hefur safnað sex milljónum fyrir sýrlenskan flóttamann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2015 12:30 Vinstra megin sjást myndirnar af pennasölumanninum Abdul sem komu öllu af stað. Til hægri er hann ásamt fjölskyldu sinni. Sex milljónir hafa safnast til styrktar þeim. myndir/Joshua Abu al-Homsi „Þetta varð miklu, miklu stærra en ég átti von á,“ segir Gissur Símonarson íslenskur forritari búsettur í Noregi. Í gær hóf hann söfnun til styrktar flóttamanni í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, til að maðurinn gæti átt betra líf. Markið var sett á 5.000 dollara, rúmar sex hundruð þúsund krónur, en þegar þetta er skrifað hafa 47.000 dollarar safnast en það jafngildir rúmum sex milljónum króna. Yfir 1.500 manns hafa lagt verkefninu lið. „Ég sá mynd af manninum þar sem hann stóð úti á götu og reyndi að selja penna til að hafa í sig og á. Það var eitthvað við hana sem snart mig svo ég tísti henni sjálfur. Á stuttum tíma höfðu yfir þrjúþúsund endurtíst henni og margir voru að spyrja mig út í manninn á myndinni,“ segir Gissur. Gotten a lot of requests to help this man and his daughter. Anyone know people in Beirut able to locate him? #BuyPens pic.twitter.com/KOz4mjW1rd — Gissur Simonarson CN (@GissiSim) August 25, 2015Gissur býr í Noregi og starfar sem forritari hjá fyrirtæki sem heitir Puzzlepart. Með fram því heldur hann úti síðunni ConflictNews sem segir fréttir af stríðshrjáðum löndum. Í gegnum síðuna hefur hann kynnst fólki sem býr í Miðausturlöndum sem sendir honum öðru hvoru fréttir fyrir síðuna. „Ég ákvað að gá hvort ég gæti notað tengslanetið til að finna út hver maðurinn á myndinni er. Ég sendi frá mér tíst og innan þrjátíu mínútna var maður búinn að senda mér skeyti með nafninu á manninum.“ UPDATE: @aboyosha3homs has located the man and his daughter. We are looking to get his whatsapp number now! #BuyPens pic.twitter.com/wUpuPv5GRH — #BuyPens (@Buy_Pens) August 27, 2015Gissur segir að hann hafi ekki viljað gera neitt nema ganga úr skugga um að maðurinn væri í raun á vonarvöl og að barnið væri hans. Jessy El Mur, fréttaritari Sky News Arabic á svæðinu, fór og hitti manninn og komst að því að hann væri einstæður tveggja barna faðir sem hefðist við í Yarmouk flóttamannabúðunum í Damaskus. Hann á níu ára son og fjögurra og hálfs árs gamla dóttur. „Þetta var eiginlega alveg óvart. Fyrst þegar ég tísti þessu langaði mig bara að finna einhvern á svæðinu sem gæti hjálpað honum. Komið til hans smá mat og fötum en þetta varð allt svo miklu, miklu stærra,“ segir Gissur. Nú fer í hönd ferli til að reyna að afhenda manninum peninginn þegar söfnuninni er lokið. UNICEF ætlar aðstoða hann við ferlið. Ekki er talið skynsamlegt að láta hann fá alla peningana í einu heldur er til umræðu að stofna sjóð sem hann fengi mánaðarlega greitt úr. Abdul is a Palestinian Syrian from the notorious Yarmouk camp seen in this photo. He's a single dad with 2 children. pic.twitter.com/egFy2Bk3lX — Gissur Simonarson CN (@GissiSim) August 27, 2015 „Ég hef fengið mörg skeyti um að gera svipað fyrir aðra en ég veit ekki hvort ég geri það. Ég er enginn aktívisti,“ segir Gissur og bætir við að ef hann tæki upp á svipaðri söfnun myndi hann reyna að hjálpa fleirum. „Næst myndi ég reyna að hjálpa íbúum í heilum bæ eða borg. Það að aðstoða einn gerir lítið fyrir stóra samhengið því það er ekki bara einn maður sem stendur í þessu heldur hundruðir þúsunda. Þetta er ágætt til að vekja athygli á vandanum en það er hægt að gera svo miklu, miklu meira.“ Hann segir hópfjármögnunarsíður vera vannýttan vettvang fyrir safnanir á borð við þessa. „Stór regnhlífasamtök eru mjög góð og hjálpa mikið en þetta er önnur leið sem hægt er að nota til að aðstoða. Kosturinn við þetta er að þú sérð að mörgu leiti betur hvernig peningurinn er nýttur og sérð líka hvernig söfnunin gengur.“Gissur ásamt kærustu sinni.mynd/gissur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
„Þetta varð miklu, miklu stærra en ég átti von á,“ segir Gissur Símonarson íslenskur forritari búsettur í Noregi. Í gær hóf hann söfnun til styrktar flóttamanni í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, til að maðurinn gæti átt betra líf. Markið var sett á 5.000 dollara, rúmar sex hundruð þúsund krónur, en þegar þetta er skrifað hafa 47.000 dollarar safnast en það jafngildir rúmum sex milljónum króna. Yfir 1.500 manns hafa lagt verkefninu lið. „Ég sá mynd af manninum þar sem hann stóð úti á götu og reyndi að selja penna til að hafa í sig og á. Það var eitthvað við hana sem snart mig svo ég tísti henni sjálfur. Á stuttum tíma höfðu yfir þrjúþúsund endurtíst henni og margir voru að spyrja mig út í manninn á myndinni,“ segir Gissur. Gotten a lot of requests to help this man and his daughter. Anyone know people in Beirut able to locate him? #BuyPens pic.twitter.com/KOz4mjW1rd — Gissur Simonarson CN (@GissiSim) August 25, 2015Gissur býr í Noregi og starfar sem forritari hjá fyrirtæki sem heitir Puzzlepart. Með fram því heldur hann úti síðunni ConflictNews sem segir fréttir af stríðshrjáðum löndum. Í gegnum síðuna hefur hann kynnst fólki sem býr í Miðausturlöndum sem sendir honum öðru hvoru fréttir fyrir síðuna. „Ég ákvað að gá hvort ég gæti notað tengslanetið til að finna út hver maðurinn á myndinni er. Ég sendi frá mér tíst og innan þrjátíu mínútna var maður búinn að senda mér skeyti með nafninu á manninum.“ UPDATE: @aboyosha3homs has located the man and his daughter. We are looking to get his whatsapp number now! #BuyPens pic.twitter.com/wUpuPv5GRH — #BuyPens (@Buy_Pens) August 27, 2015Gissur segir að hann hafi ekki viljað gera neitt nema ganga úr skugga um að maðurinn væri í raun á vonarvöl og að barnið væri hans. Jessy El Mur, fréttaritari Sky News Arabic á svæðinu, fór og hitti manninn og komst að því að hann væri einstæður tveggja barna faðir sem hefðist við í Yarmouk flóttamannabúðunum í Damaskus. Hann á níu ára son og fjögurra og hálfs árs gamla dóttur. „Þetta var eiginlega alveg óvart. Fyrst þegar ég tísti þessu langaði mig bara að finna einhvern á svæðinu sem gæti hjálpað honum. Komið til hans smá mat og fötum en þetta varð allt svo miklu, miklu stærra,“ segir Gissur. Nú fer í hönd ferli til að reyna að afhenda manninum peninginn þegar söfnuninni er lokið. UNICEF ætlar aðstoða hann við ferlið. Ekki er talið skynsamlegt að láta hann fá alla peningana í einu heldur er til umræðu að stofna sjóð sem hann fengi mánaðarlega greitt úr. Abdul is a Palestinian Syrian from the notorious Yarmouk camp seen in this photo. He's a single dad with 2 children. pic.twitter.com/egFy2Bk3lX — Gissur Simonarson CN (@GissiSim) August 27, 2015 „Ég hef fengið mörg skeyti um að gera svipað fyrir aðra en ég veit ekki hvort ég geri það. Ég er enginn aktívisti,“ segir Gissur og bætir við að ef hann tæki upp á svipaðri söfnun myndi hann reyna að hjálpa fleirum. „Næst myndi ég reyna að hjálpa íbúum í heilum bæ eða borg. Það að aðstoða einn gerir lítið fyrir stóra samhengið því það er ekki bara einn maður sem stendur í þessu heldur hundruðir þúsunda. Þetta er ágætt til að vekja athygli á vandanum en það er hægt að gera svo miklu, miklu meira.“ Hann segir hópfjármögnunarsíður vera vannýttan vettvang fyrir safnanir á borð við þessa. „Stór regnhlífasamtök eru mjög góð og hjálpa mikið en þetta er önnur leið sem hægt er að nota til að aðstoða. Kosturinn við þetta er að þú sérð að mörgu leiti betur hvernig peningurinn er nýttur og sérð líka hvernig söfnunin gengur.“Gissur ásamt kærustu sinni.mynd/gissur
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira