Áfram blússandi bílasala í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 16:09 Þung bílaumferð í Mílanó. Í öllum stærri löndum Evrópu var aukning í bílasölu í júlí, allt frá 2,3% aukningu í Frakklandi til 24% aukningar á Spáni. Á stærsta bílamarkaði álfunnar í þýskalandi varð aukningin 7,4% og seldust þar 290.196 bílar. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur orðið 5,6% aukning í bílasölu í Evrópu og 1,91 milljón bílar selst. Er það umtalsvert meiri sala en spáð var í upphafi árs, þó spáð hafi verið aukningu. Salan á Ítalíu var mjög góð í júlí og varð þar 15% aukning frá fyrra ári. Á Spáni hefur nú orðið aukning í bílasölu í 23 mánuði í röð og þar á bættur efnahagur og endurgreiðslur frá ríkinu við útskipti bíla mestan þátt. Ekki liggur enn fyrir hvernig bílasala var í Bretlandi í júlí, en hún hefur verið góð það sem af er ári. Ísland slær þó við flestum löndum í Evrópu hvað varðar vöxt í bílasölu í ár með 41% aukningu, en hafa verður í huga að hún hefur verið mjög dræm á síðustu árum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent
Í öllum stærri löndum Evrópu var aukning í bílasölu í júlí, allt frá 2,3% aukningu í Frakklandi til 24% aukningar á Spáni. Á stærsta bílamarkaði álfunnar í þýskalandi varð aukningin 7,4% og seldust þar 290.196 bílar. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur orðið 5,6% aukning í bílasölu í Evrópu og 1,91 milljón bílar selst. Er það umtalsvert meiri sala en spáð var í upphafi árs, þó spáð hafi verið aukningu. Salan á Ítalíu var mjög góð í júlí og varð þar 15% aukning frá fyrra ári. Á Spáni hefur nú orðið aukning í bílasölu í 23 mánuði í röð og þar á bættur efnahagur og endurgreiðslur frá ríkinu við útskipti bíla mestan þátt. Ekki liggur enn fyrir hvernig bílasala var í Bretlandi í júlí, en hún hefur verið góð það sem af er ári. Ísland slær þó við flestum löndum í Evrópu hvað varðar vöxt í bílasölu í ár með 41% aukningu, en hafa verður í huga að hún hefur verið mjög dræm á síðustu árum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent