Fiat Chrysler hækkar hagnaðarspána Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 12:00 Jeep Cherokee og aðrir Jeep bílar seljast mjög vel. Svo vel gengur hjá Fiat Chrysler um þessar mundir að fyrirtækið hefur þurft að breyta spám sínum um hagnað ársins í betri áttina. Hagnaður fyrri helmings ársins var 223 milljarðar króna, en var 129 milljarðar í fyrra. Fyrir vikið hefur fyrirtækið gert ráð fyrir meiri hagnaði á árinu en fyrri spár sögðu til um. Það er aðallega mjög góð sala í Bandaríkjunum og frábær sala Jeep á öllum mörkuðum sem skapa þennan mikla hagnað nú. Velta Fiat Chrysler jókst um 25 frá fyrsta fjórðungi ársins til þess næsta og velta þeirra beggja nam 1.273 milljörðum króna. Fiat hafði spáð 607 milljarða EBIT hagnaði fyrir árið í ár en hefur nú breytt spánni í 666 milljarða hagnað.Helmingur hagnaðarins varð til í Bandaríkjunum Ríflega helmingur hagnaðar Fiat Chrysler varð til í Bandaríkjunum á fyrri helmingi ársins og hann meira en tvöfaldaðist á milli ára. Hagnaður af sölu náði nú 7,9% en var 4,9% í fyrra. Salan þar vestra jókst um 8% og nam 677.000 bílum. Salan í Evrópu, Afríku og miðausturlöndum jókst um 13% og hagnaður þar um 19%. Salan í Kína minnkaði um 15% á milli ára og hagnaður þar minnkaði um 47%. Tap var á sölu bíla í Brasilíu og Argentínu, en þar var hagnaður af sölu í fyrra. Salan þar minnkaði líka um 32% og er til marks um almennt lélega bílasölu þar í ár og slæmt efnahagsástand. Alls seldi Fiat Chrysler 1,19 milljón bíla á fyrri helmingi ársins, en í fyrra seldi fyrirtækið 1,18 milljón bíla. Sala Jeep bíla í heiminum jókst um 27% á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins. Við þessar góðu hagnaðarfréttir Fiat Chrysler hækkuðu hlutabref í félaginu um 6,6% og hafa þau hækkað um 45% á ár. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent
Svo vel gengur hjá Fiat Chrysler um þessar mundir að fyrirtækið hefur þurft að breyta spám sínum um hagnað ársins í betri áttina. Hagnaður fyrri helmings ársins var 223 milljarðar króna, en var 129 milljarðar í fyrra. Fyrir vikið hefur fyrirtækið gert ráð fyrir meiri hagnaði á árinu en fyrri spár sögðu til um. Það er aðallega mjög góð sala í Bandaríkjunum og frábær sala Jeep á öllum mörkuðum sem skapa þennan mikla hagnað nú. Velta Fiat Chrysler jókst um 25 frá fyrsta fjórðungi ársins til þess næsta og velta þeirra beggja nam 1.273 milljörðum króna. Fiat hafði spáð 607 milljarða EBIT hagnaði fyrir árið í ár en hefur nú breytt spánni í 666 milljarða hagnað.Helmingur hagnaðarins varð til í Bandaríkjunum Ríflega helmingur hagnaðar Fiat Chrysler varð til í Bandaríkjunum á fyrri helmingi ársins og hann meira en tvöfaldaðist á milli ára. Hagnaður af sölu náði nú 7,9% en var 4,9% í fyrra. Salan þar vestra jókst um 8% og nam 677.000 bílum. Salan í Evrópu, Afríku og miðausturlöndum jókst um 13% og hagnaður þar um 19%. Salan í Kína minnkaði um 15% á milli ára og hagnaður þar minnkaði um 47%. Tap var á sölu bíla í Brasilíu og Argentínu, en þar var hagnaður af sölu í fyrra. Salan þar minnkaði líka um 32% og er til marks um almennt lélega bílasölu þar í ár og slæmt efnahagsástand. Alls seldi Fiat Chrysler 1,19 milljón bíla á fyrri helmingi ársins, en í fyrra seldi fyrirtækið 1,18 milljón bíla. Sala Jeep bíla í heiminum jókst um 27% á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins. Við þessar góðu hagnaðarfréttir Fiat Chrysler hækkuðu hlutabref í félaginu um 6,6% og hafa þau hækkað um 45% á ár.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent