Íslendingarnir voru á skotskónum fyrir Viking í norska boltanum í kvöld.
Þá vann Viking öruggan 3-0 sigur á Molde. Staðan í hálfleik var 2-0.
Jón Daði skoraði annað mark liðsins og Indriði innsiglaði síðan sigur liðsins sex mínútum fyrir leikslok. Mark Indriða var af dýrari gerðinni. Aukaspyrna sem fór í slána og inn. Steinþór Freyr Þorsteinsson var einnig í liði Viking í kvöld.
Þetta var leikur í átta liða úrslitum bikarkeppninnar og Viking er því komið í undanúrslit.
Indriði og Jón Daði skoruðu báðir
