Íslendingaliðin í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu unnu góða sigra í deildinni í dag; Malmö vann Gefle og Sundsvall vann Örebro, en Rúnar Már Sigurjónsson skoraði sigurmark Sundsvall.
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði sigurmark sundsvall gegn Örebro í dag, en sigurmarkið kom á 70. mínútu. Sundsvall lék einum manni færri frá 58. mínútu þegar Robbin Sellin var vikið af velli.
Jón Guðni Fjóluson og Rúnar Már Sigurjónsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Sundsvall og sömu sögu má segja af Hirti Loga Valgarðssyni og Eiði Aroni Sigurbjörnssyni hjá Örebro.
Sundsvall er í tíunda sæti deildarinnar, en Örebro í því fimmtánda.
Kári Árnason stóð vaktina í vörn Malmö í 2-0 sigri á Gefle. Vladimir Rodic og Markus Rosenberg skoruðu mörk Malmö, en þeir eru í fjórða sæti deildarinnar.
Rúnar Már hetja Sundsvall
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti


Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Bikarævintýri Fram heldur áfram
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
