Frábær feðgaferð í Miðfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2015 10:15 Marínó Guðmundsson með 79 sm grálúsugan lax úr Miðfjarðará Það er búin að vera hörkuveiði í Miðfjarðará í sumar þrátt fyrir að hún hafi verið heldur sein í gang eins og margar árnar á norðurlandi. Áin kom feykilega sterk inn um miðjan júlí og hefur verið algjör veisla á bökkunum þar síðan og algengt er að heyra af mönnum sem ná 20-30 löxum á stöngina í tvo daga og sumir ná meiru en það. Marínó Guðmundsson var við veiðar nýlega í ánni og gerði góða veiði með sínum veiðifélögum en samtals lönduðu þeir 82 löxum á tvær stangir í tvo daga. Hann sendi okkur smá línu um ferðina."Við feðgarnir, pabbi, Halli bróðir og Breki sonur minn áttum frábæran túr í Miðfjörðin. Vorum allir að fara í fyrsta skipti og ákváðum því að fá gæd sem reyndist vera hinn geðþekki Alejandro frá Argentinu - sá er á sínu 10 ári þarna! Topp maður Í stuttu máli er feikna mikið af fisk í ánni og nýr fiskur enn að ganga. Við fundum fisk í nánast öllum stöðum sem við reyndum. Allt tekið á smáflugur, hitch og litlan sunray. Ég og sonur minn Breki áttum frábæran morgun í Austuránni, byrjuðum í Myrkhyl og löbbuðum upp í Kambfoss. Lönduðum 12 löxum á leiðinni við frábærar aðstæður. Ógleymanleg veiðiferð í alla staði". Það er nóg eftir af tímabilinu ennþá sem á eftir að lyfta veiðitölunum upp enn frekar og miðað við magn af fiski í ánni segja þeir sem þekkja hana vel að hún eigi auðveldlega að ná 4000 löxum á þessu tímabili. Mest lesið Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði
Það er búin að vera hörkuveiði í Miðfjarðará í sumar þrátt fyrir að hún hafi verið heldur sein í gang eins og margar árnar á norðurlandi. Áin kom feykilega sterk inn um miðjan júlí og hefur verið algjör veisla á bökkunum þar síðan og algengt er að heyra af mönnum sem ná 20-30 löxum á stöngina í tvo daga og sumir ná meiru en það. Marínó Guðmundsson var við veiðar nýlega í ánni og gerði góða veiði með sínum veiðifélögum en samtals lönduðu þeir 82 löxum á tvær stangir í tvo daga. Hann sendi okkur smá línu um ferðina."Við feðgarnir, pabbi, Halli bróðir og Breki sonur minn áttum frábæran túr í Miðfjörðin. Vorum allir að fara í fyrsta skipti og ákváðum því að fá gæd sem reyndist vera hinn geðþekki Alejandro frá Argentinu - sá er á sínu 10 ári þarna! Topp maður Í stuttu máli er feikna mikið af fisk í ánni og nýr fiskur enn að ganga. Við fundum fisk í nánast öllum stöðum sem við reyndum. Allt tekið á smáflugur, hitch og litlan sunray. Ég og sonur minn Breki áttum frábæran morgun í Austuránni, byrjuðum í Myrkhyl og löbbuðum upp í Kambfoss. Lönduðum 12 löxum á leiðinni við frábærar aðstæður. Ógleymanleg veiðiferð í alla staði". Það er nóg eftir af tímabilinu ennþá sem á eftir að lyfta veiðitölunum upp enn frekar og miðað við magn af fiski í ánni segja þeir sem þekkja hana vel að hún eigi auðveldlega að ná 4000 löxum á þessu tímabili.
Mest lesið Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði