Nýr Toyota Land Cruiser kynntur í Japan Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 09:50 Toyota Land Cruiser árgerð 2016. Ný gerð Íslandsbílsins Toyota Land Cruiser var kynntur í Japan í gær. Er það 2016 gerð bílsins sem ætlaður er á heimamarkaði og í Ástralíu. Ekki eru breytingarnar á bílnum stórvægilegar, en þó má sjá útlitsbreytingar á bílnum sem minna á nýtt útlit Toyota Tacoma pallbílsins, sérstaklega að framan með stóru grilli með aðeins þremur stórum loftinntökum og heilmikilli notkun króms. Að innan eru breytingarnar sýnu meiri og fleiri valmöguleikum í litum og frágangi. Einnig verða í boði 2 nýir litir á ytra byrði bílsins, „Copper brown“ og „Dark Blue“. Nýr LCD aðgerðaskjár, 4,2 tommur að stærð, verður í bílnum og bíllinn hefur fengið talsvert breytt mælaborð. Ýmsum öryggisbúnaði hefur verið bætt í bílinn og getur hann nú hemlað sjálfur við aðsteðjandi hættu. Einnig greinir hann aðsteðjandi hættu vegna gangandi vegfarenda og radarstýrður skriðstillir er nú kominn í bílinn og heldur hann því ráðlögðu bili í næsta bíl í langkeyrslu. Blindpunktsvörn er einnig komin í bílinn, sem og ný baksýnismyndavél. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent
Ný gerð Íslandsbílsins Toyota Land Cruiser var kynntur í Japan í gær. Er það 2016 gerð bílsins sem ætlaður er á heimamarkaði og í Ástralíu. Ekki eru breytingarnar á bílnum stórvægilegar, en þó má sjá útlitsbreytingar á bílnum sem minna á nýtt útlit Toyota Tacoma pallbílsins, sérstaklega að framan með stóru grilli með aðeins þremur stórum loftinntökum og heilmikilli notkun króms. Að innan eru breytingarnar sýnu meiri og fleiri valmöguleikum í litum og frágangi. Einnig verða í boði 2 nýir litir á ytra byrði bílsins, „Copper brown“ og „Dark Blue“. Nýr LCD aðgerðaskjár, 4,2 tommur að stærð, verður í bílnum og bíllinn hefur fengið talsvert breytt mælaborð. Ýmsum öryggisbúnaði hefur verið bætt í bílinn og getur hann nú hemlað sjálfur við aðsteðjandi hættu. Einnig greinir hann aðsteðjandi hættu vegna gangandi vegfarenda og radarstýrður skriðstillir er nú kominn í bílinn og heldur hann því ráðlögðu bili í næsta bíl í langkeyrslu. Blindpunktsvörn er einnig komin í bílinn, sem og ný baksýnismyndavél.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent