Toyota hættir framleiðslu Land Cruiser í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 16:09 Toyota Land Cruiser. Vandamál bílaframleiðenda í Rússlandi halda áfram að hlaðast upp en allt fram að krísunni í Úkraínu var rússneski bílamarkaðurinn talinn sá vænlegasti til vaxtar í allri Evrópu. Á þessi ári hefur sala bíla í Rússlandi minnkað um 35% og einnig varð þar minnkun í fyrra. Toyota hefur nú tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu Land Cruiser jeppans í Vladivostok í Rússlandi og flytur þess í stað um 1.030 Land Cruiser bíla til Rússlands í hverjum mánuði en þeir bílar eru framleiddir í Japan. Haft er eftir Toyota mönnum að fyrirtækið ætli alls ekki að draga sig af bílamarkaðnum í Rússlandi og hafa þeir enn trú á því að muni braggast. Toyota framleiðir enn um 50.000 bíla á ári í Pétursborg og meiningin var að tvöfalda þá framleiðslu. Það er reyndar ólíklegt að svo verði á næstunni en haft er eftir Toyota mönnum að þau áform hafi ekki verið lögð til hliðar. „Við viljum auka söluna í Rússlandi, ekki minnka hana“, var haft eftir einum forsvarsmanna Toyota. Fyrirtækið smíðar nú Toyota Camry í Pétursborg og ætlar að bæta við RAV4 jepplingnum þar á næsta ári. Sala bíla ári hefur minnkað um helming frá árunum 2012 og 2013 og á meðan salan hefur fallið um 35% í ár hefur sala Toyota fallið um 37%. GM hefur tilkynnt um að fyrirtækið ætli að loka verksmiðju sinni í Pétursborg á þessu ári til að bregðast við dræmri sölu í Rússlandi. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent
Vandamál bílaframleiðenda í Rússlandi halda áfram að hlaðast upp en allt fram að krísunni í Úkraínu var rússneski bílamarkaðurinn talinn sá vænlegasti til vaxtar í allri Evrópu. Á þessi ári hefur sala bíla í Rússlandi minnkað um 35% og einnig varð þar minnkun í fyrra. Toyota hefur nú tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu Land Cruiser jeppans í Vladivostok í Rússlandi og flytur þess í stað um 1.030 Land Cruiser bíla til Rússlands í hverjum mánuði en þeir bílar eru framleiddir í Japan. Haft er eftir Toyota mönnum að fyrirtækið ætli alls ekki að draga sig af bílamarkaðnum í Rússlandi og hafa þeir enn trú á því að muni braggast. Toyota framleiðir enn um 50.000 bíla á ári í Pétursborg og meiningin var að tvöfalda þá framleiðslu. Það er reyndar ólíklegt að svo verði á næstunni en haft er eftir Toyota mönnum að þau áform hafi ekki verið lögð til hliðar. „Við viljum auka söluna í Rússlandi, ekki minnka hana“, var haft eftir einum forsvarsmanna Toyota. Fyrirtækið smíðar nú Toyota Camry í Pétursborg og ætlar að bæta við RAV4 jepplingnum þar á næsta ári. Sala bíla ári hefur minnkað um helming frá árunum 2012 og 2013 og á meðan salan hefur fallið um 35% í ár hefur sala Toyota fallið um 37%. GM hefur tilkynnt um að fyrirtækið ætli að loka verksmiðju sinni í Pétursborg á þessu ári til að bregðast við dræmri sölu í Rússlandi.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent