Audi kynnir keppinaut Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 14:05 Audi Q6 e-tron quattro concept. Audi sendi í dag frá sér myndir af rafmagnsjepplingi sem ætlað er að keppa við Tesla Model X jeplinginn sem brátt kemur á markað. Þessi bíll á að koma á markað árið 2018. Hann með meiri drægni en Tesla Model X, þ.e. 500 km í stað 435 km. Verður þetta fyrsti bíll Audi sem einungis er framleiddur sem rafmagnsbíll. Talið er líklegt að Audi muni sýna þennan bíl á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst um miðjan næsta mánuð. Þar yrði hann kynntur sem Audi Q6 e-tron quattro concept. Lengd bílsins liggur á milli Audi Q5 og Q7 bílanna og því ef til vill rökrétt að hann fái stafina Q6. Bíllinn á að fá 3 rafmótora og skila þeir samtals 500 hestöflum og 700 Nm togi. Bíllinn er sérlega straumlínulagaður og loftmótsstuðull hans er aðeins 0,25 cd. Botnpalata hans er rennislétt og til að bæta loftflæði bílsins að framan eru hreyfanlegir fletir sem stjórnast af hraða bílsins hverju sinni. MLB undirvagn bílsins er sá sami og er undir nýjum Audi Q7. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Audi sendi í dag frá sér myndir af rafmagnsjepplingi sem ætlað er að keppa við Tesla Model X jeplinginn sem brátt kemur á markað. Þessi bíll á að koma á markað árið 2018. Hann með meiri drægni en Tesla Model X, þ.e. 500 km í stað 435 km. Verður þetta fyrsti bíll Audi sem einungis er framleiddur sem rafmagnsbíll. Talið er líklegt að Audi muni sýna þennan bíl á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst um miðjan næsta mánuð. Þar yrði hann kynntur sem Audi Q6 e-tron quattro concept. Lengd bílsins liggur á milli Audi Q5 og Q7 bílanna og því ef til vill rökrétt að hann fái stafina Q6. Bíllinn á að fá 3 rafmótora og skila þeir samtals 500 hestöflum og 700 Nm togi. Bíllinn er sérlega straumlínulagaður og loftmótsstuðull hans er aðeins 0,25 cd. Botnpalata hans er rennislétt og til að bæta loftflæði bílsins að framan eru hreyfanlegir fletir sem stjórnast af hraða bílsins hverju sinni. MLB undirvagn bílsins er sá sami og er undir nýjum Audi Q7.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent