AIK hafði betur gegn Norrköping, 1-2, í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Haukur Heiðar Hauksson lék allan leikinn í hægri bakvarðarstöðunni hjá AIK komst með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar en liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum.
Mohamed Bangura kom AIK yfir á 23. mínútu og á þeirri 59. jók Henok Goitom muninn í 0-2 með sínu 13. marki á tímabilinu en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar.
Linus Wahlqvist minnkaði muninn í 1-2 á 68. mínútu en nær komst Norrköping ekki.
Liðið er í 3. sæti en sigur í dag hefði komið því á toppinn. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Norrköping.
Haukur Heiðar í sigurliði gegn Arnóri
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti




