Nýr Mitsubishi Pajero Sport Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 09:25 Nýr Mitsubishi Pajero Sport. Mitsubushi Pajero Sport seldist einkar vel hér á landi fyrir þónokkrum árum, en er ekki í boði sem stendur. Það þýðir ekki að Mitsubishi framleiði ekki bílinn og ný gerð hans var kynnt á dögunum. Bíllinn var kynntur í Tælandi og verður hann í fyrstu seldur þar, en til stendur að selja hann í einum 90 löndum. Þar á meðal eru Ástralía, Rússland, í miðausturlöndum, Afríku, S-Ameríku og SA-Asíu, þ.e. í löndum þar sem Mitsubishi hefur þegar selt um 400.000 eintök af Pajero Sport af síðustu kynslóð. Nýi bíllinn er með 2,4 lítra dísilvél með forþjöppu sem er 180 hestöfl. Hún er sögð 17% sparneytnari er eldri dísilvélin sem í bílnum var. Nýr Pajero Sport verður hlaðinn nýjasta öryggisbúnaði, þar á meðal sjálfvirkri hemlun og blindpunktsviðvörun. Bíllinn verður áfram mjög hæfur til torfæruaksturs og ýmis aðstoðarkerfi bílsins miðast við slíkan akstur og hann stendur auk þess fremur hátt frá vegi. Þessi nýi bíll er ekki enn einn jepplingurinn sem byggður er eins og fólksbíll, hann á að vera fær um að fara vegleysur og þjóna vel kaupendum í þessum löndum en víða í þeim er um veglaysur að fara. Mitsubishi er ekki eini bílaframleiðandinn sem kynnt hefur nýja torfæruhæfa jeppa eða jepplinga á þeim mörkuðum sem Pajero Sport er miðaður á. Nýlega kynnti Ford svipaða stærð á bíl, Everest sem byggður er á Ranger pallbílnum og Toyota kynnti Fortuner, sem byggður er á Hilux pallbílnum. Það eru því allir að gera það sama og ekki í fyrsta skipti sem svo er. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent
Mitsubushi Pajero Sport seldist einkar vel hér á landi fyrir þónokkrum árum, en er ekki í boði sem stendur. Það þýðir ekki að Mitsubishi framleiði ekki bílinn og ný gerð hans var kynnt á dögunum. Bíllinn var kynntur í Tælandi og verður hann í fyrstu seldur þar, en til stendur að selja hann í einum 90 löndum. Þar á meðal eru Ástralía, Rússland, í miðausturlöndum, Afríku, S-Ameríku og SA-Asíu, þ.e. í löndum þar sem Mitsubishi hefur þegar selt um 400.000 eintök af Pajero Sport af síðustu kynslóð. Nýi bíllinn er með 2,4 lítra dísilvél með forþjöppu sem er 180 hestöfl. Hún er sögð 17% sparneytnari er eldri dísilvélin sem í bílnum var. Nýr Pajero Sport verður hlaðinn nýjasta öryggisbúnaði, þar á meðal sjálfvirkri hemlun og blindpunktsviðvörun. Bíllinn verður áfram mjög hæfur til torfæruaksturs og ýmis aðstoðarkerfi bílsins miðast við slíkan akstur og hann stendur auk þess fremur hátt frá vegi. Þessi nýi bíll er ekki enn einn jepplingurinn sem byggður er eins og fólksbíll, hann á að vera fær um að fara vegleysur og þjóna vel kaupendum í þessum löndum en víða í þeim er um veglaysur að fara. Mitsubishi er ekki eini bílaframleiðandinn sem kynnt hefur nýja torfæruhæfa jeppa eða jepplinga á þeim mörkuðum sem Pajero Sport er miðaður á. Nýlega kynnti Ford svipaða stærð á bíl, Everest sem byggður er á Ranger pallbílnum og Toyota kynnti Fortuner, sem byggður er á Hilux pallbílnum. Það eru því allir að gera það sama og ekki í fyrsta skipti sem svo er.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent