Þessi sporvagn stóð af sér Hiroshima atómsprengjuna Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 14:56 Þessi aldni sporvagn í Hiroshima er stráheill þrátt fyrir atómsprengjuna árið 1945. Nú eru liðin 70 ár síðan kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Þær voru með sprengjunum svo til alveg lagðar í rúst en einstaka byggingar og hlutir stóðu þær af sér, meðal annars þessi sporvagn í Hiroshima. Hann er einn þriggja slíkra og var í notkun allt til ársins 2006. Hann hefur nú verið gerður upp í tilefni 70 áranna sem liðin eru frá hörmungunum, málaður í upphaflegu litum sínum og er nú aftur kominn í notkun í borginni. Það var hinn 5. ágúst árið 1945 sem atómsprengju var varpað á Hiroshima og 2 dögum seinna á Nagasaki og með henni gáfust Japanir upp fyrir bandamönnum. Í Hiroshima dóu 140.000 íbúar borgarinnar og vart tók betra við fyrir þá sem lifðu af sprenginguna með allri þeirri geislun sem sprengjan skildi eftir sig. Í sporvagninum sterka sem er aftur kominn í notkun er nú fræðslusýning á skjám í vagninum sem uppfræðir farþega hans um afleiðingar sprengjunnar og uppbyggingu borgarinnar síðan þá. Hiroshima hefur sannarlega aftur náð vopnum sínum og er í einna mestum vexti japanskra borga og tíunda stærsta borg Japans. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður
Nú eru liðin 70 ár síðan kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Þær voru með sprengjunum svo til alveg lagðar í rúst en einstaka byggingar og hlutir stóðu þær af sér, meðal annars þessi sporvagn í Hiroshima. Hann er einn þriggja slíkra og var í notkun allt til ársins 2006. Hann hefur nú verið gerður upp í tilefni 70 áranna sem liðin eru frá hörmungunum, málaður í upphaflegu litum sínum og er nú aftur kominn í notkun í borginni. Það var hinn 5. ágúst árið 1945 sem atómsprengju var varpað á Hiroshima og 2 dögum seinna á Nagasaki og með henni gáfust Japanir upp fyrir bandamönnum. Í Hiroshima dóu 140.000 íbúar borgarinnar og vart tók betra við fyrir þá sem lifðu af sprenginguna með allri þeirri geislun sem sprengjan skildi eftir sig. Í sporvagninum sterka sem er aftur kominn í notkun er nú fræðslusýning á skjám í vagninum sem uppfræðir farþega hans um afleiðingar sprengjunnar og uppbyggingu borgarinnar síðan þá. Hiroshima hefur sannarlega aftur náð vopnum sínum og er í einna mestum vexti japanskra borga og tíunda stærsta borg Japans.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður