Chevrolet fylgir Ford í aukinni notkun áls Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 12:35 Chevrolet Silverado. Chevrolet hefur birt heilu auglýsingaherferðirnar vestanhafs í því augnamiði að gera grín að Ford vegna nýja Ford F-150 pallbílsins sem að miklum hluta er nú smíðaður úr áli. Því vekur það athygli að Chevrolet og General Motors, eigandi Chevrolet, hefur tilkynnt að það ætli að auka verulega álnotkun í bíla sína á næstunni. Í fyrstu verða það bílgerðirnar Chevrolet Silverado, Chevrolet Tahoe og Cadillac Escalade sem verða smíðaðir að stórum hluta úr áli frá og með 2018 árgerð þeirra. Þetta gerir GM náttúrulega til að létta bílana til muna og stuðla í leiðinni að minni eyðslu þeirra og mengun og með því hlýta sístrangari reglum hins opinbera um lækkandi eyðslu. GM er sagt ætla að eyða 877 milljónum dollara til breytinga á verksmiðjum sínum til að gera þetta mögulegt. Það samsvarar 117 milljörðum króna. Ef til vill mun GM í kjölfarið draga þessar undarlegu auglýsingaherferðir til baka, sem gert hafa grín af álnotkun í bíla. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent
Chevrolet hefur birt heilu auglýsingaherferðirnar vestanhafs í því augnamiði að gera grín að Ford vegna nýja Ford F-150 pallbílsins sem að miklum hluta er nú smíðaður úr áli. Því vekur það athygli að Chevrolet og General Motors, eigandi Chevrolet, hefur tilkynnt að það ætli að auka verulega álnotkun í bíla sína á næstunni. Í fyrstu verða það bílgerðirnar Chevrolet Silverado, Chevrolet Tahoe og Cadillac Escalade sem verða smíðaðir að stórum hluta úr áli frá og með 2018 árgerð þeirra. Þetta gerir GM náttúrulega til að létta bílana til muna og stuðla í leiðinni að minni eyðslu þeirra og mengun og með því hlýta sístrangari reglum hins opinbera um lækkandi eyðslu. GM er sagt ætla að eyða 877 milljónum dollara til breytinga á verksmiðjum sínum til að gera þetta mögulegt. Það samsvarar 117 milljörðum króna. Ef til vill mun GM í kjölfarið draga þessar undarlegu auglýsingaherferðir til baka, sem gert hafa grín af álnotkun í bíla.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent