Mazda hættir sölu Mazda5 vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 09:11 Mazda5 fjölnotabíllinn. Mazda hefur verið iðið við kynningu nýrra bíla undanfarið en ein gerð Mazda bíla mun þó hverfa að sjónarsviðinu í Bandaríkjunum á þessu ári, þ.e. Mazda 5 fjölnotabíllinn. Mazda5 er þeirrar gerðar bíll sem margir hafa nefnt strumpastrætóa og falla í flokk MPV-bíla (Multi Purpose Vehicle). Slíkir bílar hafa verið mjög á undanhaldi og jeppar og jepplingar að mestu leyst þá af hólmi. Því hafa fleiri bílaframleiðendur en Mazda lagt af slíka bíla. Mazda mun hætta sölu hans á þessu ári. Mazda5 hefur reyndar aldrei verið neinn magnsölubíll og á sínu besta ári í Bandaríkjunum, árið 2008, seldust ekki nema 22.000 eintök af bílnum. Nú seljast ekki nema ríflega 10.000 eintök af honum þar á ári og með því telur hann ekki nema um 4% af heildarsölu Mazda vestanhafs. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent
Mazda hefur verið iðið við kynningu nýrra bíla undanfarið en ein gerð Mazda bíla mun þó hverfa að sjónarsviðinu í Bandaríkjunum á þessu ári, þ.e. Mazda 5 fjölnotabíllinn. Mazda5 er þeirrar gerðar bíll sem margir hafa nefnt strumpastrætóa og falla í flokk MPV-bíla (Multi Purpose Vehicle). Slíkir bílar hafa verið mjög á undanhaldi og jeppar og jepplingar að mestu leyst þá af hólmi. Því hafa fleiri bílaframleiðendur en Mazda lagt af slíka bíla. Mazda mun hætta sölu hans á þessu ári. Mazda5 hefur reyndar aldrei verið neinn magnsölubíll og á sínu besta ári í Bandaríkjunum, árið 2008, seldust ekki nema 22.000 eintök af bílnum. Nú seljast ekki nema ríflega 10.000 eintök af honum þar á ári og með því telur hann ekki nema um 4% af heildarsölu Mazda vestanhafs.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent