Sogið Bíldsfell loksins komið í gang Karl Lúðvíksson skrifar 30. júlí 2015 12:00 Hörður Birgir með flottann lax úr Soginu Mynd: Mokveiðifélagið Sogið er stundum seint í gang og þannig var það í sumar en nú síðustu daga eru góðar fréttir að berast úr ánni. Hópur sem var við veiðar á Bíldsfelli 28-29. júli landaði 10 löxum og missti annað eins og þeir sem hafa verið að veiða á öðrum svæðum tala að sama skapi um að núna síðustu dagana í júli hafi heldur betur lifnað yfir göngum í ánna. Svæðin sem eru veidd í Soginu eru Alviðra, Þrastarlundur, Ásgarður, Bíldsfell og Syðri Brú. Bíldsfell og Ásgarður hafa notið mestra vinsælda en Alviðra og Syðri Brú eru þó ekkert síðri svæði. Lítið hefur veiðst á Alvirðu síðustu ár en þar er aðallega um að kenna lítilli ástundum. Allur lax sem veiðist í Soginu þarf að fara þarna í gegn og er því furðulegt þegar engin er við veiðar þarna á besta tímanum í ánni. Heildarveiðin á Bíldsfelli nálgast nú 70 laxa en ekki hafa fengist staðfestar tölur frá öðrum svæðum. Ágúst hefur að öllu jöfnu verið besti mánuðurinn og þá er lax kominn upp um alla á. Sem fyrr eru það staðir eins og Sakkarhólmi, Bíldsfellsbreiða, þar með talið Efri- og Neðri Garður ásamt Neðra Horni sem gefa vel. Meira hefur líka sést af bleikju en í fyrra svo það er góður tími framundan fyrir þá sem eiga daga í Soginu á næstunni. Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði
Sogið er stundum seint í gang og þannig var það í sumar en nú síðustu daga eru góðar fréttir að berast úr ánni. Hópur sem var við veiðar á Bíldsfelli 28-29. júli landaði 10 löxum og missti annað eins og þeir sem hafa verið að veiða á öðrum svæðum tala að sama skapi um að núna síðustu dagana í júli hafi heldur betur lifnað yfir göngum í ánna. Svæðin sem eru veidd í Soginu eru Alviðra, Þrastarlundur, Ásgarður, Bíldsfell og Syðri Brú. Bíldsfell og Ásgarður hafa notið mestra vinsælda en Alviðra og Syðri Brú eru þó ekkert síðri svæði. Lítið hefur veiðst á Alvirðu síðustu ár en þar er aðallega um að kenna lítilli ástundum. Allur lax sem veiðist í Soginu þarf að fara þarna í gegn og er því furðulegt þegar engin er við veiðar þarna á besta tímanum í ánni. Heildarveiðin á Bíldsfelli nálgast nú 70 laxa en ekki hafa fengist staðfestar tölur frá öðrum svæðum. Ágúst hefur að öllu jöfnu verið besti mánuðurinn og þá er lax kominn upp um alla á. Sem fyrr eru það staðir eins og Sakkarhólmi, Bíldsfellsbreiða, þar með talið Efri- og Neðri Garður ásamt Neðra Horni sem gefa vel. Meira hefur líka sést af bleikju en í fyrra svo það er góður tími framundan fyrir þá sem eiga daga í Soginu á næstunni.
Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði