Margar laxveiðiárnar þegar búnar að toppa síðasta sumar Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2015 11:00 Nýjar tölur bárust veiðimönnum á miðvikudaginn sem endranær frá Landssambandi Veiðifélaga og þær líta mjög vel út. Það er ekki hægt annað en að fagna því að fyrsta áin er komin yfir 2000 laxa en Blanda var á miðvikudagskvöldið komin í 2263 laxa og ekkert lát er á góðri veiði í ánni en í fyrra var heildartalan 1931 svo hún er búin að ná þeirri veiði og gott betur. Margar árnar hafa þegar farið yfir heildarveiði í þeim á síðasta sumri sem var einstaklega lélegt og ennþá er meira en mánuður eftir af veiðitímanum svo þær gætu farið enn hærra. Það eru ennþá góðar göngur í árnar og útlit fyrir að þetta verði víðast hvar yfir meðallagi gott sumar en meðaltalsveiði síðustu 10 ára er um 14.000 laxar á þessum tíma en núna er staða sú að rúmlega 17.000 laxar hafa veiðst. Annars er staðan þess meðal efstu 10 ánna. Blanda 2263, Miðfjarðará 1883, Norðurá 1880, Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 1685, Þverá + Kjarará 1241, Langá 1216, Haffjarðará 916, Laxá á Ásum 620, Grímsá og Tunguá 580, Eystri-Rangá 556 Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði
Nýjar tölur bárust veiðimönnum á miðvikudaginn sem endranær frá Landssambandi Veiðifélaga og þær líta mjög vel út. Það er ekki hægt annað en að fagna því að fyrsta áin er komin yfir 2000 laxa en Blanda var á miðvikudagskvöldið komin í 2263 laxa og ekkert lát er á góðri veiði í ánni en í fyrra var heildartalan 1931 svo hún er búin að ná þeirri veiði og gott betur. Margar árnar hafa þegar farið yfir heildarveiði í þeim á síðasta sumri sem var einstaklega lélegt og ennþá er meira en mánuður eftir af veiðitímanum svo þær gætu farið enn hærra. Það eru ennþá góðar göngur í árnar og útlit fyrir að þetta verði víðast hvar yfir meðallagi gott sumar en meðaltalsveiði síðustu 10 ára er um 14.000 laxar á þessum tíma en núna er staða sú að rúmlega 17.000 laxar hafa veiðst. Annars er staðan þess meðal efstu 10 ánna. Blanda 2263, Miðfjarðará 1883, Norðurá 1880, Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 1685, Þverá + Kjarará 1241, Langá 1216, Haffjarðará 916, Laxá á Ásum 620, Grímsá og Tunguá 580, Eystri-Rangá 556
Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði