Árnar á vesturlandi að falla hratt í vatni Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2015 12:00 Veiðin gæti minnkað mikið ef árnar falla mikið meira í vatni Mynd: Stjáni Ben Það hefur varla ringt að neinu ráði í mánuð á vesturlandi og það sem árnar þurfa sárlega núna er góður slurkur af Íslenskri sumarrigningu. Það fer hratt lækkandi vatnið og það er þegar farið að hafa áhrif á veiðina í ánum en þegar vatnið lækkar svona mikið getur verið erfitt að fá laxinn til að taka. Eina áin sem kemst þokkalega frá þessum þurrk ennþá er Langá sem býr svo vel að því að hafa vatnsmiðlun úr Langavatni sem heldur henni lengur í góðu vatni alla vega í 2-3 vikur í viðbót. Til að bæta gráu ofan á svart er ekki nein rigning í kortunum næstu 10 daga sem þýðir bara að árnar eiga eftir að lækka enn meira. Þetta er heldur leiðinlegt ástand því núna er ekki hægt að kvarta um laxleysi í ánum á vesturlandi, alla vega ekki í þeim öllum, þannig að það stefnir í að vikutölurnar gætu farið lækkandi vegna þessa ástands. En það fylgir þessu auðvitað líka eitthvað gott, í það minnsta fyrir þá sem eiga leyfi í ánum núna síðsumars. Ef þessir veiðimenn lenda í fyrstu góðu haustrigningunum, og jú þær eiga eftir að koma, þá fer laxinn almennilega af stað aftur og takan líka. Annað vandamál, í það minnsta fyrir suma veiðimenn, er að það er varla til ánamaðkur á landinu og það verður líklega þannig áfram á meðan það er svona mikill þurrkur á vesturlandi og suðurlandi í það minnsta. Verðið á maðkinum er farið að verða ansi hátt en dæmi eru um að veiðimenn séu tilbúnir til að borga allt að 7.500 krónur fyrir 50 stk. Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði
Það hefur varla ringt að neinu ráði í mánuð á vesturlandi og það sem árnar þurfa sárlega núna er góður slurkur af Íslenskri sumarrigningu. Það fer hratt lækkandi vatnið og það er þegar farið að hafa áhrif á veiðina í ánum en þegar vatnið lækkar svona mikið getur verið erfitt að fá laxinn til að taka. Eina áin sem kemst þokkalega frá þessum þurrk ennþá er Langá sem býr svo vel að því að hafa vatnsmiðlun úr Langavatni sem heldur henni lengur í góðu vatni alla vega í 2-3 vikur í viðbót. Til að bæta gráu ofan á svart er ekki nein rigning í kortunum næstu 10 daga sem þýðir bara að árnar eiga eftir að lækka enn meira. Þetta er heldur leiðinlegt ástand því núna er ekki hægt að kvarta um laxleysi í ánum á vesturlandi, alla vega ekki í þeim öllum, þannig að það stefnir í að vikutölurnar gætu farið lækkandi vegna þessa ástands. En það fylgir þessu auðvitað líka eitthvað gott, í það minnsta fyrir þá sem eiga leyfi í ánum núna síðsumars. Ef þessir veiðimenn lenda í fyrstu góðu haustrigningunum, og jú þær eiga eftir að koma, þá fer laxinn almennilega af stað aftur og takan líka. Annað vandamál, í það minnsta fyrir suma veiðimenn, er að það er varla til ánamaðkur á landinu og það verður líklega þannig áfram á meðan það er svona mikill þurrkur á vesturlandi og suðurlandi í það minnsta. Verðið á maðkinum er farið að verða ansi hátt en dæmi eru um að veiðimenn séu tilbúnir til að borga allt að 7.500 krónur fyrir 50 stk.
Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði